Þjófnaður

Ég skrapp til Reykjavíkur til að versla t.d vinnuskó og að athuga með jólagjöf handa bóndanum. Fór fyrst í skeifuna en fann ekkert þar, fór í Föndra og verslaði smá þar og fór svo í Smáralindina. Rölti inn í Hagkaup þar og skoðaði en fann ekkert, fór svo að fá mér svissmokka, skyldudrykkur í Smáralindinni, tók upp peningaveskið mitt og tók pening upp og borgaði og setti svo veskið aftur í handtöskuna og renndi svo fyrir. Labbaði svo áfram og skoðaði í verslanir og fór svo út í bíl. Þessi rúntur tók mig um 30-45 mínútur. Þegar ég kom út í bíl sá ég að það var búið að renna frá á handtöskunni og peningaveskið var horfið!! Ég fann ekki fyrir neinu, enginn árekstur eða neitt. Svo að ég fór inn aftur og ætlaði að tilkynna þetta en sá þá í augnablikinu engan öryggisvörð. Labbaði fram já Karen Millen og brá þá ekki þetta litla líka því ein gínan hreyfði sig, þá var þetta ekki nein gína heldur stúlka sem var svona máluð eins og gína. Hún var svo væn að hringja í öryggisvörð fyrir mig en það eina sem hann gerði var að segja mér að ég ætti að tilkynna lögreglunni þetta en bauð mér enga aðstoð né sagði mér til hvert ég ætti að fara því ég rata ekki rassgat í Kópavogi. En ég fór bara til Keflavíkur og talaði við þá þar því ég er 95% viss um að ökuskírteinið mitt hafi verið í veskinu, en ég er það heppin í minni óheppni að stundum þegar ég er að flýta mér þá sting ég alltaf kortunum mínum í vasann í staðin fyrir veskið og hafði ég gert það í þetta skiptið þannig að þessir þjófar hafa ekki grætt mikið á mér í dag, hinir eru búnir að ræna mig flestu, bankar og ríkisstjórn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband