Erfiður sjúkdómur

Krabbamein er erfiður sjúkdómur, ekki bara fyrir sjúklinginn heldur einnig fyrir alla aðstandendur. Faðir minn greindist með krabbamein og fengum við að hafa hann hjá okkur í 9 ár eftir greiningu. Á því tímabili sem breytingar voru á verri vegu fengum við að vita að hann væri ekki nógu veikur til að leggjast inn á spítala og svo ca 2 árum, 1-2 árum, áður en hann dó var hann orðinn of veikur til að leggjast inn á spítalann. Skrítið en samt satt. Hann greindist víst með annan sjúkdóm sem var ekki meðhöndlaður á sjúkrahúsinu á staðnum þar sem hann bjó. Þeir sjúklingar sem greinast með alsæmer eru sendir á annan stað og erfitt hefði verið fyrir mömmu að heimsækja hann því hún er ekki með bílpróf og strjálar rútusamgöngur á milli þessara tveggja staða.
mbl.is Martröð varð að veruleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Heiða Stefánsdóttir

Seyðisfjörður er einmitt staðurinn sem pabbi átti að fara á. Hann var þar í hvíldarinnlögn stuttan tíma en sendur svo heim. Þessi ár tóku mikið á mömmu, enda mánuðirnir á eftir að pabbi dó fóru í svefn og afslöppun ef svo má að orði komast.

Anna Heiða Stefánsdóttir, 1.2.2009 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband