bekkjarmót

Þetta var nú meiri helgin. Sjaldan fundist jafngaman og um síðastliðnu helgi, hefði ALLS EKKI viljað missa af henni. Eins gott að ég fannstWink

Flaug austur á föstudeginum og tók minn bílaleigubíl á Egilsstöðum. Fékk Toyota Yaris hálfsjálfskiptan eins og það er asnalegt orð en komst upp á lagið með að keyra hann, bara eins og sjálfskiptan bíl. Ég er nefnilega orðinn sérfræðingur á bíla eftir allt fjörið í vetur sem leiðW00t

Keyrði beint niður Fagradalinn og alltaf finnst mér jafn fallegt að horfa út Reyðarfjörðinn þegar komið er í dalsmynnið, sjón sem gleymist aldrei. Og fann hvað ég er farin að sakna fjallanna. Sakna kyrrðarinnar á vorkvöldum og að sjá stilltan sjó. En hvað um það. Fór með dótið til Ragnheiðar syst og mikið var hún glöð, ég veit ekki hvort það var að sjá mig eða að fá innflutningsgjöfina en ég ákvað að gefa henni kaffikönnu þannig að ég fæ núna kaffi hjá henni næst þegar ég heimsæki hana.

Hittumst heima hjá Ingu klukkan 9 og aldrei þessu vant var ég ekki fyrst en heldur ekki síðust. Nefndin kom öll til dyra og sá eini sem mér finnst hafa breyst mest er Heiðar, ég þurfti að líta á hann tvisvar.  Og mikið var Steini hissa þegar við sungum fyrir hann, gaman að sjá svipinn á honum.

Á laugardeginum var hist heima hjá Heiðari og þar borðaður bruns, hlustað á sr Davíð mynnast Garðars og Árna Jóns og svo farið í skoðun í skólann, gamla íþróttahúsið og nýju íþróttahöllina. Djö er hún stór. Þar fyrir utan kom svo rúta að pikka okkur upp og rúntur tekinn um álverslóðina, þar sem almenningur má fara, og bærinn skoðaður og hann hefur sko breyst. Endað var í stríðsmynnasafninu upp í kamp og þar var rúllað yfir 68 módel í reiptogi, ekki einu sinni, ekki tvisvar, heldu þrisvar sinnum.Cool 

Um kvöldið var farið í Kósý og þar borðað, kosið í næstu bekkjarnefnd og ákveðið að hittast eftir 5 ár. Mínum hlakkar til.Smile  Ég fór "snemma" heim , um hálf tvö- tvö. Því sumir þurftu að fljúga snemma heim næsta dag þótt engin löngun væri fyrir hendi. Og að lenda í leiðinda lendingu í bænum, hossur og dýfingar og svo valhopp við lendingu. Flugmaðurinn er snillingur í að valhoppa flugvélTounge. Fyrst börnin voru ekki með voru bílasölur grandskoðaðar. Rétt fyrir ofan Hafnarfjörð vorum við næstum lent í árekstri. Bíll á móti var að taka fram úr bílalest og sá maður hugsaði " frá, frá, ég Á veginn, báðar akreinar" Stebbi ók á vegöxlinni til að forðast árekstri og ég sá að næsti bíll á eftir okkur gerði slíkt hið sama.

HLAKKA TIL NÆSTA MÓTS!!!

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband