22.4.2008 | 18:00
Nú er mér spurn.
Um leið og nýjabrumið er farið af mótmælunum er bakinu snúið að bílstjórnunum og þeir skammaðir og fordæmdir út í eitt. En vilduð þið t.d. fara á námskeið á 5 ára fresti til að halda ökuréttindunum, 35 tíma námskeið, missa vinnu í viku og borga auk þess allt úr eigin vasa? um ca 70.000. kr ?
Ekki myndi ég vilja það.
Bílstjórar fóru með friði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég get því miður ekki séð það á aksturslagi þeirra eða hegðun að þessi námskeið séu yfirhöfuð að gera sig.Ég vil aðeins að þeir sýni okkur hinum á litlu bílunum smá tillitsemi svona almennt í umferðinni.Það veitti líka ekki af að fleiri enn þeir færu á námskeið miðað við aksturslag bílstjóra í umferðinni í dag.
Himmalingur, 22.4.2008 kl. 18:43
Þessi námskeið eru ekki byrjuð en að koma eða eru komin í lög. En hefur þú hugsað um það hinn almenni bílstjóri þyrfti líka að fara á námskeið á 5 ára fresti og ÞÁ
Anna (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 19:02
Tjah, samkvæmt mínu ökuskírteini á ég að endurnýja 'meiraprófið' 10 ár eftir að ég tók það. Og varðandi tillit við litlu bíla og svo framvegis. Ég hef aðeins verið að keyra vörubíla, þá aðalega í borginni, og tillitsemi er eitthvað sem er ekki til hjá fólki, nú er það þannig að vörubílar eru læstir flestir, komast ekki hraðar en annaðhvort 85km/klst eða 90km/klst, og oft á tíðum þegar maður er vel lestaður kemst maður ekkert hraðar en 70-80 upp brattar brekkur, og svo reynir fólk einsog geðsjúklingar að komast fram úr mannig, trekk í trekk. og ég reyni einsog ég þori að gefa stefnuljós til að benda þeim á að taka fram úr mér,, en oft á tíðum treysti ég mér ekkert til þess því ég veit ekkert hve fljótt fólk er að bregðast við því og svo framvegis.. og geðveikin sem maður hefur orðið vitni af stundum, sénsarnir sem fólk er að taka. og oft á tíðum með börn aftur í .. Mannig verður ekkertr sama. Persónulega held ég að ALLIR þurfi að fara að hugsa sinn gang, ekkert frekar vörubílstjórar heldur en fólksbílstjórar, fólk þarf líka að gera sér grein fyrir því að vörubílar stoppa ekki eins hægt, taka meira pláss, eru lengur af stað,
nóg komið af röfli.
Guðmundur Heinrich (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.