umferð

Var að lesa meira um aðgerðirnar hjá bílstjórunum og sá þá að Þeir eru og verða alltaf eins og Ragnar Reykás, fyrst með til þess að segja að þeir séu með og svo eftir nokkra daga þá er komið annað hljóð í strokkinn. Þeir segja að ALLIR bílstjórar séu dónar, eins og þeir þekki þá ALLA. Ég hef stutt og mun styðja bílstjórana áfram því ég hef fengið innsýn i þeirra líf. Hvernig margir almennir bílstjórar breytast bara við það að sjá stórann bíl, þeir hugsa að litlir bílar hafi ALLTAF forgang í umferðinni, þótt þeir komi af hliðargötu inn á aðalgötu og fluttningabílstjórinn þurfi að snarbremsa til að forða árekstri.

Einn skrifaði í gær að hann fari Hellisheiðina til vinnu í bænum og hafi gert það í 2 ár. Sagði hann að stóru bílarnir sýni enga tillitsemi á þeirri leið, en hvernig er tillitsemin hjá honum? Bílstjórarnir á stóru bílunum geta líka orðið langþreyttir á smábílunum sem keyra á annað hundraðið fram úr þeim í hvaða veðri sem er og hugsa lítið sem ekkert um umferðina sem kemur á móti.

Ég veit að það eru líka margir bílstjórar á stóru bílunum sem eiga ekki að vera með meirapróf, þeir valda því ekki. Þeir fá "mikilmennskubrjál". Því þetta eru vinnutæki en ekki stór leikföng. Og svo eru sumir sem eru fæddir í þetta hlutverk eins og sumir eru fæddir bændur eða læknar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband