28.4.2008 | 09:16
Sonurinn
Sonurinn kom inn til mömmu sinnar í morgun og sagði við hana það sem hún hefur ekki heyrt lengi. " mamma, ég elska þig, sama hvað gengur á." tók svo utan um hana og fór síðan í skólann.
Mamman er ekki hrifin af lyfjum en ef útkoman er svona hjá þunglindum syninum þá eru þau að virka. Mamman vildi prufa allt annað en sonurinn var það langt niðri að vissan um að annað hafi virkað er ekki fyrir hendi. Það versta sem pabbinn lenti í var þegar sonurinn var rétt ógreindur. Hringt var úr skólanum og látið vita að sonurinn hefði bara labbað sig úr tíma og bara farið. Fóru foreldrar að leita og fundu soninn á göngu í fjörunni. Vildi hann ekki koma með foreldrum akandi heim heldur labba. Mamman var lengi í bílnum að hugsa sinn gang og þegar hún kom inn, var þá pabbinn í símanum að tala við BUGL. Hafði þá sonurinn komið beint inn í eldhús, takið upp stórann hníf og beint honum að hjartastað og ætlaði að stinga og það fyrir framan föður sinn. Aldrei komst sonurinn að hjá BUGL sennilega vegna langra biðlista en einn góður læknir sem vinnur hjá BUGL tók hann að sér á einkastofu. Miklar breytingar hafa orðið á syninum en enn er langt í land.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.