Reykingar

Sonur minn skrapp út áðan, kom einn vinur hans með honum heim. Ég var að hengja út þvottinn en sá útundan mér að þeir voru eitthvað að vandræðast og þegar ég spurði hvort eitthvað væri að þá kom svar frá syninum "ekki hjá mér". Var smá rekistefna hjá þeim en niðurstaðan var að vinurinn kom inn en það var samt eitthvað að angrast. Eftir smá stund þá kviknaði smá ljóstýra hjá mér, fór inn til drengjanna og spurði "XXXXX, reykirðu?"   Hann varð klumsa við og neitaði fyrst. Sagði ég við hann að ef hann reykti ætti hann að reykja úti, ég vildi ekki reykingar inni. Eftir smá stund kom hann til mín og spurði hvort ég ætti eld.

Ég er ekki sátt við að unglingar byrji að reykja en hvað get ég gert?  Það er reykt á heimili þessa drengs en samt felur hann þetta fyrir foreldrum sínum. En eftir að ég komst að þessu þá var eins og öll spenna færi úr drengnum og það kjaftaði af honum hver tuskan.   Sagði hann mér að hann hafi byrjað af áeggjan og þrýstingi frá eldri bróður.

Það eru komin um 19 ár síðan ég hætti að reykja en ég byrjaði vegna þrýstings frá jafnöldrum og til að sýnast kúl. Ég hætti þegar ég var komin tæpa 8 mánuði á leið en ég HÆTTI. Og hef ekki byrjað aftur. Prufaði einu sinni en fannst ekki gott að reykja. Krakkarnir fussa og sveia þegar við heimsækjum ömmu þeirra en hún reykir. Og er ég ánægð með viðbrögð þeirra, er á meðan er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband