Læknaheimsókn

Loksins! Eftir um mánaðarbið eftir að komast að hjá mínum sjálfskipaða heimilislækni, komst ég að hjá henni í morgun. Komst þá að tvennu. Að ég þarf að koma aftur í blóðtöku og línurit næsta miðvikudag, og að annaðhvort að finna annan lækni eða verða ekkert lasin næsta árið því hún á víst von á sér núna í júní!Wink

Ég er víst askoti sérvitur, ég fer ekki til hvers sem er. Fyrsta skiptið sem ég fór til hennar leist mér á vinnubrögðin hjá henni, hún skoðaði soninn og var búin að fá útskurð um hvað væri að en hringdi samt til sérfræðings til að fullvissa sig. Svona eiga heimilislæknar að vera.Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband