Fermingabarnamót

Það var hringt í mig í gærkvöldi, var það einn af mínum gömlu bekkjarfélögum frá Reyðarfirði. Hann tilkynnti mér að það ætti að vera mót núna um sjómannadagshelgina. Hafði mér verið sent bréf á heimilisfangið í Grundarfirði en það verið endursent til sendanda. Þar með var ég talin tínd og tröllum gefin. Whistling

Ég var búin að heyra af þessu móti, systir mín sem býr á Reyðarfirði, var búin að tala við Höskuld og frétt þetta hjá honum. Og var ég búin að bíða í um mánuð eftir samtali því ég hafði ekki hugmynd hverjir voru í mótsnefnd. Loksins hringdi Böggi og fékk ég svona beinagrind af því hvað á að gerast, hvar á að hittast og svoleiðis.

Ég er að bræða það með mér hvort ég á að fara, en það eru meiri líkur á því en ekki. Á bara eftir að finna gistingu og panta flug og sennilega bílaleigubíl. Kemur allt í ljós.

Eru virkilega komin 25 ár síðan við fermdumst??Halo Djö.... líður tíminn hratt. Mér finnst ég enn  vera 20!! En það verður líka gaman að hitta og SJÁ alla, suma ef ég ekki hitt í 20 ár.Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband