12.6.2008 | 22:25
draugagangur
Ég get ekki annað en hlegið. Í tvígang hefur maðurinn minn tekið kipp, og þá meina ég KIPP, inni í stofu. Í bæði skiptin fannst honum einhver standa í dyraopinu inni í stofu en þegar á reyndi var enginn þar, að minnsta kosti enginn hérna megin lífs. Krakkarnir voru inni í sínum herbergjum og ég inn í stofu, enginn gestur var. Við erum nokkurn vegin viss um að þarna hafi verið kona á ferðinni, konan sem átti heima hérna í um 25-30 ár. Ekki er hún neitt að trufla okkur en ég hef lúmskan grun um að hún hafi gaman af að hrekkja bóndann.
Ég tek það fram að ég tek ekki eftir neinu, er blind á svona hluti, en er alin upp við svona og þykir þetta sjálfsagður hlutur. Það er eitthvað á kreiki í kringum okkur sem við tökum flest ekki eftir. Eða munum ekki eftir. Ég ef séð þann sem fylgir mér, svarta kallinn. Svartur skuggi með uppháan hatt og í laffrakka. Hann hefur passað mig mjög vel.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.