19.6.2008 | 11:09
stress í gangi
16.júní byrjaði eins og ver annar dagur, yndislegur. Nóg að gera í vinnunni og sprellað svona aðeins eins og gengur og gerist. Klukkan 3 var fundur meðeinum af yfirmönnum okkar og þar sagði ann okkur að einverjar fengu uppsagnarbréf um næstu mánaðarmót og mikil uppstokkun hjá fyrirtækinu. Svo að núna er kvíðinn búinn að taka völd, fæ ég bréf eða ekki. Hversu mörgum verður sagt upp er ég ekki viss um og þori ekki að giska.
Þannig að ef einhver veit um vinnu má hinn sami hafa samband við mig í gegnum gestabókina.
Annars er strákurinn kominn inn í fjölbraut og eru tilfinningarnar svolítið blendnar hjá honum,langar ekki í skóla en vill samt ekki vera heima, og enga vinnu að fá fyrir 16 ára ungling.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.