27.8.2008 | 09:51
ánægja
Var að tala við mömmu í gærkvöldi og sagði hún mér að hún hafi átt ánægjulega daga um síðustu helgi. Hafði hún þá hitt systir ömmu, mömmu mömmu, bræður sína (a.m.k. 4 af þeim), börn þeirra og barnabörn. Sjaldan hef ég heyrt í mömmu svona ánægðri og eiginlega ekki síðan fyrir andlát pabba. Eitt af því sem hún sagði mér var að frændi minn yrði með ljósmyndasýningu á Ljósanótt og þá greyp forvitnin mig. Og fór að kanna og fann hann
en þarf að komast að því hvar sýningin verður. Googlaði ég nafnið hans og komst þá að því að hann er hér á mbl blogginu og núna er hann nýjasti vinur minn
. HÆ FRÆNDI!!!
Athugasemdir
sæl frænka.það var mjög gaman að hitta mömmu þína og alla ættingjana sem að komu og svo á Egill Birkir heiður skilið fyrir ferðinna .. Það verður gaman að hitta þig á Ljósanótt // KV J
Jens Hjelm (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.