4.9.2008 | 20:40
Ég er dauð! en hlakkar til næstu helgar!
Þá er maður byrjaður í nýju vinnunni og ég er DAUÐ! Það eru komin 3 ár síðan ég vann síðast aðeins á virkum dögum og að koma því á aftur gengur ekki alltof vel. En ég hef ekki fengið neinar kvartanir enn, sem komið er. Að koma í vinnuna klukkan 5 mín í 8 og það er ekkert kaffi til þá er dagurinn ónýtur hjá mér, mitt koffín STRAX. Ég er að keyra út vörum frá 8 til 12 og er í búðinni frá 2 til 6 og er að þrífa eftir það. Á meðan Sigrún (sú sem ég er að leysa af) er til að hjálpa mér gengur allt í þessu fína en ég verð örugglega til 8 næstu viku þegar hún tekur sér viku frí. Og fer með sendingarnar á ranga staði. Eða gleymi að skrifa nótur. Kemur bara í ljós.
Það finnst á umferðinni að ljósanótt er um næstu helgi. Lentum í dag við gangbraut þar sem heill skóli var að fara yfir og það tók sinn tíma. En mikið var gaman að sjá allar blöðrurnar. Og í kvöld þegar ég ætlaði heim gafst ég upp við að bíða eftir að beygja til vinstri á gatnamótum Hringbrautar og Vesturgötu, það var alltaf einhver bíll að þvælast fyrir mér. Þannig að ég beygði til hægri og fór krókaleiðir heim þótt það tæki lengri tíma. Ég væri örugglega ennþá að bíða á gatnamótunum. Guði sé lof að það eru að koma götuljós á þessi gatnamót.
Ég er annars ekki búin að ákveða hvað ég ætla að skoða sem er boðið til sýnis um elgina, ég ætla bara að láta veður og vind ráða.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.