27.9.2008 | 11:40
kuldahrollur
Ég var að flakka á netinu eins og stundum gerist
og fór inn á www.veg.isog fór að skoða myndavélarnar. Og það læddist um mig kuldahrollur þegar ég sá myndirnar af t.d. Öxnadalsheiðinni og sá snjófölina. En ég vona nú samt að þetta verði ágætis haust og veturinn verði mildur. OG EKKI MEIRI RIGNINGU! Ég var að vinna við útkeyrslu á föstudagsmorguninn og rigningin á milli 8 og 9:30, það var eins og helt væri úr fötu! Það var hægt að vinda fötin og samt var ég í regnstakk. Það er leikskóli við hliðina á bakaríinu og þær koma alltaf til að ná í brauðin. En þennan dag keyrði ég þessa nokkra metra á bílnum og hljóp restina með körfurnar svo að brauðið blotnaði ekki. Og þeir sem þekkja mig vita hvernig ég er og að hugsa mig hlaupandi, nnneeeeee. Allt annað en það
. Hafið annars góðan dag og góða helgi.
Athugasemdir
hahahahahaha, sé þig fyrir mér í anda hlaupandi með brauðbakkann!
Hilda (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 20:25
Ææææææ nú losna ég ekki við þessa mynd sem að ég fékk á nethimnuna!!!
Go´ weekend
Ingvar (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 11:50
Þú að hlaupa!!! Það væri reyndar gaman að sjá það
En kveðjur úr snjónum fyrir austan.( það er hvítt niður í byggð.eins og er)
Birkir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 06:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.