5.11.2008 | 21:17
afmæli og fl.
Síðastliðinn föstudag áttum við hjónin 5 ára brúðkaupsafmæli. Já, það eru virkilega liðin 5 ár síðan við skruppum til Kalla prest og létum pússa okkur saman. Samtals vorum við 8 í kirkjunni, presturinn, við, börnin tvö, svaramennirnir tveir og organistinn.Nei við vorum 9, ég gleymdi kirkjuverðinum. Og í tilefni dagsins fórum við á leikrit sem hæfði tilefninu svona rétt mátulega en hentaði okkar húmor, Öfugu megin uppí, en það fjallaði um framhjáhald. En kvöldið þar á eftir var haldið um 4-500 manna veisla. Enda var þá haldin Landvarahátíð.
En í tilefni af 5 ára afmælinu steikti ég hjörtu og hafði kartöflur með.
Svo kom hún Magga mín í búðina mér til mikillar gleði, helgarferð með meiru hingað suður. Ég var virkilega ánægð með að sjá þig Magga mín.
Á sunnudeginum kom svo litla frænka með mömmu sinni og pabba. Þau ætluðu bara að stoppa stutt en enduðu svo í kvöldmat hjá okkur. Að sjá litla skottið, það var svo mikið að gera hjá henni að skoða nýtt umhverfi og nýtt dót. Svo þegar þau fóru eftir kvöldmatinn, var hún sofnuð áður en þau voru komin út úr þorpinu, hún var svo þreytt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.