21.12.2008 | 19:59
Ég veit ekki hvað gengur á hérna
Ég veit ekki hvað gengur á hérna á heimilinu. Núna korter í jól þurftum við hjónin að taka flest út úr geymslunni, og ástæðan?? Jú, það hafði farið að leka frá heitavatnskrana, sennilega í nokkra daga, og við þurftum að henda svefnpokum, úlpu, tuskudýrum, baunapoka á haugana. Ekki gaman.
Það hefur eitthvað þurft að gera síðustu 3-4 dagana fyrir jól á þessu heimili síðan við fluttum hingað suður. Tengja uppþvottavél á aðfangadag í fyrra, fannst enginn tími fyrr en þá.
Annars fórum við í Kringluna í gær, laugardag. Það var fullt af fólki en mér fannst að fólk væri ekki að versla mikið, aðallega að skoða í verslanir og hitta vini og kunningja. Skoða og spjalla. Sáum við ansi marga sem við þekktum, aðallega fólk af Snæfellsnesinu. Gamla nágranna og foreldra barna sem var með okkar börnum í bekkjum.
Núna bíð ég eftir að systir mín komi frá Hollandi en hún fór þangað með sambýlismanni sínum til að sjá hans skyldfólk. Það var búið að ráðleggja henni að þegja á almenningsstöðum svo það kæmi ekki í ljós aðhún væri frá Íslandi. Og mikið langar mig til að vita hvort hún hafi getað það því enni fynnst svo skemmtilegt að tala, samkjaftar ekki stundum. En kærastinn hennar vill bara vera á Íslandi um jólin þótt hann eigi börn úti í Hollandi, honum fynnst enginn jól nema á Íslandi. Þau koma heim á Þorláksmessu um 4, koma við hjá mér og taka nokkra pakka, fara í bæinn að hitta samlanda hans þar og bruna svo austur um kvöldið og verða svo hjá mömmu á aðfangadagskvöldið. EF þau komast til landsins, veðuspáin er ekkert sérstök. Krossa fingur!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.