Sorry

Það er langt síðan eitthvað hefur af viti komið frá mér hér á þessu bloggi. En síðustu tveir mánuðir hafa ekki verið með þeim bestu sem ég ef lifað en tilveran er bjartari framundan. Líðan sonarins hefur ekki verið góð núna í janúar og febrúar og hefur tilveran litast af því. Þegar það hafa verið góðir dagar hjá honum hefur verið bjart yfir en þegar það syrtir í álinn hefur ALLT dökknað, jafnt hjá honum sem öðrum fjölskyldumeðlimum. Ein meðulin sem hann var á fóru afskaplega illa í hann þannig að það þurfti að taka þau af honum og setja hann á önnur. Lægðirnar voru miklar og hæðirnar einnig. Fór hann t.d. ekki í skólann í tæpa 1 1/2 mánuði samfleytt og ég er enn afar svartsýn á að hann haldist út þessa önn eða verði rekinn vegna fjarvista. Stundum finnst mér að það sé ekki tekið til greina að unglingar séu haldir svona miklu þunglindi, að þetta sé bara syndarmenska hjá þeim til þess að mæta ekki í skólann, að þau neyðist til að hætta í skóla þegar þau eru sem veikust. En það er sannað að janúar og febrúar séu verstu mánuðirnir, þeir dimmustu. Kannski er þetta rugl hjá mér en þetta er mitt álit.

En annars er allt ágætt að frétta, yfirmaður minn er afskaplega velvilja maður, tekur tillit til minna aðstæðna. Ef hann væri einhver annar þá væri ég löngu fokin en ann kannast við svona veikindi og er yndislegur í alla staði, þótt ég sé annars hugar í vinnunni og gleymi stundum hvað er í gangi í kringum mig, þá er bara hnippt og sagt "ertu hérna?" og allt smellur í sinn gír. Margir myndu segja að hann að hann væri þumbari, að hann væri ömurlegur, hann er strangur en réttsýnn. Þá er þetta þus í mér búið í bili, þökk þeim sem nenntu að lesa. Hafið góða fyrir ykkar vináttu. Knús og kossar á línuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband