Færsluflokkur: Bloggar

víðförull

Já, hann Sæmundur fer ekki troðnar slóðir og kannar ný lönd. Það sem finnst gamalt hér og of mikið ekið þykir brúkhæft í öðrum löndum. Gæti þetta verið M-17 eða M302??
mbl.is Íslenskur langferðabíll í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var að koma úr miðbænum.

Var að koma úr miðbænum og mannfjöldinn, hann var mikill. Kíkti á nokkrar sýningar t.d. hjá frænda, Jens Hjelm,  og mikið og margt skoðað. Örtröð allstaðar. En þetta er ein af þessum helgum sem bannað er að missa af.
mbl.is Fjölmenni á Ljósanæturhátíðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er dauð! en hlakkar til næstu helgar!

Þá er maður byrjaður í nýju vinnunni og ég er DAUÐ! Það eru komin 3 ár síðan ég vann síðast aðeins á virkum dögum og að koma því á aftur gengur ekki alltof vel. En ég hef ekki fengið neinar kvartanir enn, sem komið er. Að koma í vinnuna klukkan 5 mín í 8 og það er ekkert kaffi til þá er dagurinn ónýtur hjá mér, mitt koffín STRAX. Ég er að keyra út vörum frá 8 til 12 og er í búðinni frá 2 til 6 og er að þrífa eftir það. Á meðan Sigrún (sú sem ég er að leysa af) er til að hjálpa mér gengur allt í þessu fína en ég verð örugglega til 8 næstu viku þegar hún tekur sér viku frí. Og fer með sendingarnar á ranga staði. Eða gleymi að skrifa nótur. Kemur bara í ljós.

Það finnst á umferðinni að ljósanótt er um næstu helgi. Lentum í dag við gangbraut þar sem heill skóli var að fara yfir og það tók sinn tíma. En mikið var gaman að sjá allar blöðrurnar. Og í kvöld þegar ég ætlaði heim gafst ég upp við að bíða eftir að beygja til vinstri á gatnamótum Hringbrautar og Vesturgötu, það var alltaf einhver bíll að þvælast fyrir mér. Þannig að ég beygði til hægri og fór krókaleiðir heim þótt það tæki lengri tíma. Ég væri örugglega ennþá að bíða á gatnamótunum. Guði sé lof að það eru að koma götuljós á þessi gatnamót.

Ég er annars ekki búin að ákveða hvað ég ætla að skoða sem er boðið til sýnis um elgina, ég ætla bara að láta veður og vind ráða.


samstarf

Þetta kallast samstarf eða var fólkið að "vinna fyrir ferðinni?" (ekki illa meint því þetta vil ég frekar sjá heldur en að lesa um rútuslys)  
mbl.is Betur fór en á horfðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta hefur þá ekki verið vitlysa hjá mér.

Þetta hefur þá ekki verið nein vitleysa hjá mér í gærkvöldi, sat inn í stofu með handavinnuna og horfði á sjónvarpið og fann kipp. Guði sé lof að ég var ekki að lesa draugasögu eins og mamma þegar hún fann fyrir skjálftanum á Akureyri hér um árið. Einmitt þegar hún var að lesa um það að draugurinn væri að koma inn um dyrnar leit hún upp og sá þá spegil sem hékk á vegg á móti henni, hreyfast. Ekki skemmtilegt að lenda í þvíWink .
mbl.is Jarðskjálftar á Reykjanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

vonsvikin

Var að lesa það að þotan sem kemur með keppendur heim, hún losar sig við aðra farþega á Keflavíkurflugvelli en fer svo með ólimpíufarana á Reykjavíkurflugvöll!!! Og ég sem var farin að hlakka til að fara upp á braut til að hilla þá en nei, nú er búið að taka þá ánægju af manni. Því miður, ég fer ekki til Reykjavíkur að sjá þá, verð eins og aðrir LANDSBYGGÐARMENN og sé þá í SJÓNVARPINU.
mbl.is Eldri hetjur syngja fyrir þær nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ánægja

Var að tala við mömmu í gærkvöldi og sagði hún mér að hún hafi átt ánægjulega daga um síðustu helgi. Hafði hún þá hitt systir ömmu, mömmu mömmu, bræður sína (a.m.k. 4 af þeim), börn þeirra og barnabörn.  Sjaldan hef ég heyrt í mömmu svona ánægðri og eiginlega ekki síðan fyrir andlát pabba. Eitt af því sem hún sagði mér var að frændi minn yrði með ljósmyndasýningu á  Ljósanótt og þá greyp forvitnin mig. Og fór að kanna og fann hannGrin  en þarf að komast að því hvar sýningin verður. Googlaði ég nafnið hans og komst þá að því að hann er hér á mbl blogginu og núna er hann nýjasti vinur minnSmile . HÆ FRÆNDI!!!

Silfurrefir

Þá höfum við fengið nokkra silfurrefi í hópinn og mikið sló hjartað hratt þegar þeir tóku við peningunum. Ég hefði flaggað fyrir þeim ef mín blessaða fánastöng væri brúkhæf. Þá er bara um að gera að fara á miðvikudaginn upp á Reykjanesbraut og bara flauta á fullu þegar rútan þeirra keyrir framhjá. OG HELST SEM FLESTIR AÐ MÆTA, ÞEIR EIGA ÞAÐ SVO SANNARLEGA SKILIÐ!!!

 


mbl.is Íslendingar taka við silfrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TIL HAMINGJU

Til hamingju með þennan áfanga og ég veit að þið munið gera ykkar besta í síðasta leiknum OG ÞAÐ ER ALVEG SAMA HVERNIG LEIKURINN FER, ÞIÐ VERÐIÐ ALLTAF STRÁKARNIR MÍNIR!!!!
mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu lengi....

....verður Hanna Birna borgarstjóri?  Geta verið 4 mánuðir, getur verið út þetta kjörtímabil og allt þar á milli, hver veit? Ekki ætla ég að spá einu né neinu því að stjórnmál hafa ekki höfðað til mín hingað til. Vona bara fyrir hönd höfuðborgarbúa að allt þetta vesen sé búið fram að næstu kosningum og að þá viti allir hvaða flokk þeir ætli að kjósa.


mbl.is Lyklaskipti í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband