Færsluflokkur: Bloggar
20.8.2008 | 16:09
gott
Hreinsar veggjakrot í hálft ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2008 | 19:35
'OGEÐ
Þótt það hafi verið 1 fyrir framan þá væri þetta Ekki nógu harður dómur fyrir þetta ógeð! Hann fær að dúsa inni í helminginn af þessum dóm en stúlkan, hún þarf að vinna í sínum málum restina af sinni æfi!! Og engir peningar, sama hvað upphæðin er há, getur bætt fyrir þetta brot!!
Ég veit um stúlku sem var nauðgað, gerandinn var ekki dæmdur því hann neitaði þótt hann hafi státað sig af þessum verknaði við vin sinn. Þá tók stórfjölskyldan sig saman og vöktuðu manninn. Það var ekki skipulögð vakt heldur hafði fólk vakandi auga þegar það sá hann og á endanum borgaði það sig því hann náðist seinna en þá fyrir annað, fyrir vörslu á dópi.
Sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2008 | 09:56
HHMMM
Hhmmm, hvað var ég að gera fyrir 18 árum síðan, einmitt á þessum degi? Ætli ég muni það ekki það sem restina af ævinni. Fyrir 18 árum síðan var ég að átta mig á því að litli bumbubúinn væri kominn í heiminn. Um klukkan 3 aðfaranótt 14. ágúst 1990. 3410 gr og 52 cm stúlka. Þennan sólarhring fæddust 3 börn, 2 stúlkur og 1 strákur.
Svo situr maður hér og hugsar aftur hvernig þessi ár hafa verið. Bæði góð og slæm. Og mesti lærdómurinn sem við hjónin höfum fengið var þegar við gengum í gegnum ofvirkniárin. Það voru sko námsár. Og svo þegar eineltið byrjaði, ekki gott. Að mínu mati hefur hún komið glæsilega út úr þessum árum þótt vantraust og vankunnátta á fólk sé til staðar. En mín æsta ósk er að framhaldið verði henni gæfuríkt, hún á það skilið skottið að tarna.
Elsku skottið mitt, til hamingju með 18 ára afmælið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2008 | 15:04
frost
Frostið bítur kinnar á nóttunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2008 | 11:28
Til lukku
Brúðarbíllinn var gamall brunabíll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2008 | 10:43
Ný vinna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2008 | 16:34
Sumarfrí 3
Jæja já, þá erum við komin heim eftir 2 vikur í hjólhýsi. Margt búið að ske. Fórum fyrst norður og gistum (samkvæmt hefðinni) fyrstu nóttina á Blönduósi. Og næsta dag komið á Kópasker í BONGÓBLÍÐU. Og brúðkaupsdagurinn heppnaðist fullkomlega. Ég vorkenndi aumingja prestinum. Hann var í sínum jakkafötum og utanyfir var hann í hempunni. Hitinn var um 25 gráður,glampandi sól inn um gluggana og svitinn lak í stríðum straumi niður andlit hans.
En brúðarhjónin voru hæst ánægð með daginn. Hvað það mættu margir og hvað fólk var ánægt. Sunnan fólkið fékk þá að vita hvernig logn er.
Og eins og svo oft áður þá lenti bóndinn í því að vera eitthvað tengdur matnum. Það má ekki vera neitt ættarmót, og núna brúðkaup, þá er hann beðinn um að vera "kokkur", eða að standa við grillið. Þetta getur verið svolítið þreytandi . En hann hefur víst gaman af þessu.
Við vorum á Kópaskeri í um 5 daga og allan tímann vorum við í 20-28 gráðu hita og mér tókst að brenna, gleymdi að bera á mig sólarvörn. Sem betur fer var ég með aloa vera áburð og var hann óspart notaður.
Á 6. degi fórum við austur og var það svolítið mikið sjokk að fara úr 25 gráðum niður í 11 gráður, í þoku og súld. En allan tímann sem við vorum fyrir austan var þoka, smá rigning en enn minni sól. Vorum á Neistaflugi í ár og varð ég fyrir miklum vonbrigðum með það í ár. Var auglýst að það yrði tívolí en það voru nokkrir hoppukastalar, enginn turn eða bollar. Og í brekkusöngnum var brennan búin á undan öllu öðru, átti að standa allt kvöldið. Bætti ekki úr skák að það kom dempa í restina og við ákváðum þá að labba upp á tjaldstæði þegar Ný dönsk kom á svið. Flugeldasýningin átti að byrja 11 en byrjaði rúmlega hálftíma seinna.
En það er eitt sem stendur þó uppúr eins og ALLTAF og það er brunaslönguboltinn. Hann svíkur aldrei. Í ár var það Buff og Brján sem spiluðu og Gunni og Felix, eins og alltaf, spiluðu með. Og smá tíma fengu þeir liðstyrk frá Rúnari Frey, leikara, og ég hef ekki heyrt Selmu Björns hlæja jafn dátt. Það urðu ansi margir blautir, fleiri heldur enn fótboltakapparnir, því markverðirnir voru ósparir að sprauta yfir áhorfendur. Við mikinn fögnuð þeirra, á gríns.
Lögðum heim á leið á mánudeginum og gistum við í Skaftafelli síðustu nóttina. Á þriðjudeginum komum við svo heim og kláruðum að ganga frá öllu og þrifum hjólhýsið en við þurftum að skila því á miðvikudeginum. Og þegar bóndinn var búinn að skila því, pantaði hann það aftur fyrir næsta ár, hann ætlar sko að fara eitthvað um næstu verslunarmannahelgi.
Það var dýrmætur farmur með okkur þegar við komum heim. Sko, fyrir utan okkur og börnin. Á Kópaskeri fékk bóndinn gamla klukku eftir frænda hans og nafna. Eru miklar minningar tengdar þessari klukku. Við þurfum að fara með hana til úrsmiðs til að kanna hvort hægt sé að koma henni í gang og að koma fyrir gleri á klukkuhurðinni. Auk þess fékk hann Nýja testamentið frá 1903. Og hjá mömmu á Neskaupsstað náði ég loksinsí tarínuna mína sem ég erfði eftir afa og ömmu, foreldra pabba. Er þetta eini gripurinn sem er til síðan þau giftu sig, fyrir um 80-85 árum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2008 | 13:10
Sumarfrí 2
Jæja, þá er ferðadagur upprunninn. Búin að redda gæslu fyrir húsið og pakka inn brúðargjöfinni, pakka niður fötum og nesti reddí, það eina sem vantar er hjólhýsið og eiginmaðurinn. Hjólhýsið á að koma nú um hádegi en eiginmaðurinn um 3.
Já, og svo á sonurinn afmæli í dag, 16 ára gamall. Litla barnið orðið stórt, enda langt síðan hann óx móður sinni upp fyrir höfuð. Pabbi hefði orðið 78 í dag ef hann hefði lifað.
Við erum ekkert búin að ákveða neitt hvert við förum, vindar og sól ráða því, en áætlað er að við verðum fyrir norðan og austan, og Neistaflug um verslunarmannahelgina.
Heyri þá í ykkur eða réttara sagt þið lesið eftir mig eftir um 2 vikur, góða skemmtun í ykkar fríi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.7.2008 | 09:57
skak
Það verður þá sennilega skak og hristingur í brúðkaupinu, bara að skella tónlistinni á og svo sér jörðin um restina.
Vona að þetta verði ánægjulegur dagur fyrir brúðjónin og gestina, jarðskjálftalaus.
Jarðskjálfti í Öxarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2008 | 15:22
minning
Fékk í sig farsíma og handarbrotnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)