Færsluflokkur: Bloggar
21.7.2008 | 14:41
Góð helgi nýafstaðin
Síðasta helgi var ljómandi góð að langflestu leit. Á laugardeginum fór bóndinn í golf og var hann það heppinn að lenda í öðru sæti. Einn hluti verðlaunanna var gjafabréf í eina golfverslunina svo að núna getur hann fengið sér nýja golfskó, hann er búinn að ganga niður þá gömlu bókstaflega. Og á meðan slapp ég í búðir.
Á sunnudeginum var vaknað snemma, upp úr 6. Deginum áður hafi verið hringt í bóndann og hann grátbeðinn að taka eina rútuferð inn í Landmannalaugar því bílstjórinn sem fer þessa ferð var búinn að vera lasinn. Við mættum á svæðið og einnig hinn bílstjórinnþannig að bóndinn var eiginlega óþarfur. En það fannst ferð handa honum og fékk ég að fara með. Fórum við til Víkur í Mýdal með stoppum á nokkrum stöðum. Reyndist dagurinn hinn ánægjulegasti og komið seint heim, að ganga 10. Langur dagur og þreytt manneskja sem sofnaði um kvöldið.
Það eina sem var ekki skemmtilegt um helgina var það að sonurinn hafði náð sér í sumarpestin, hausverkur, hiti, beinverkir. Og núna er dóttirin lögst í bælið. Vonandi sleppum við hin því við fáum hjólhýsið á fimmtudaginn og leggjum þá af stað. Ætti reyndar núna að vera að stytta buxur eða baka "ferðalagskökurnar" , en byrja bara á eftir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.7.2008 | 17:01
Verð
Hráolíuverð hrynur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2008 | 14:09
HÍ HÍ
Ærnar með gemsa og senda SMS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2008 | 21:11
Engin furða
Mældur á 212 km hraða; reyndi að stinga af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.7.2008 | 09:13
Sumarfrí 1.
Jæja, þá er blessað sumarfríið byrjað . Hlakka til að slappa af og taka lífinu með ró og ég ætla ekki að byrja leitina að nýrri vinnu fyrr en í síðari hluta frísins . Því ég veit að það þíðir ekkert núna að leita. En ég tek öllum vísbendingum með þökkum .
Mig hlakkar til að fara norður í brúðkaupið og austur á Neistaflug, á það eina sem er búið að skipuleggja fyrir sumarið ,(fyrir utan einu helgina sem við skipulögðum í fyrra en svo kom brúðkaupið upp á þeirri helgi). Restin fær að ráðast eftir veðri og vindum. Bóndinn er víst búinn að skrá sig á golfmótið um verslunarmannahelgina.
Það var skrítið að lappa út úr fyrirtækinu í gær því ég veit ekki hvort ég kem nokkuð til baka þangað. Fer allt eftir því hvort ég verð búin að fá vinnu eða ekki. Talaði við einn yfirmanninn og hann sagði náttúrulega að við starfsmenn höfðum okkar skyldur og allt það en honum fannst nógu erfitt að þurfa að segja upp fólkinu að hann ætlar ekki að standa í vegi fyrir ef fólkið byrjar í annarri vinnu. Þótt það þurfi þess vegna að byrja á morgun . Hann þurfti svo sannarlega að tala, ég var inni hjá honum í um 20 mínútur .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2008 | 10:53
"tjaldvagn"
Tjaldvögnum stolið í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.6.2008 | 09:31
gott
Guði sé lof að ekki fór verr. Núna vantaði Gullu til að ganga á öll raftæki og slökkva, það er hennar síðasta verk þegar hún er í skólanum. Vonandi hafa verkin ekki skemmst mikið.
Ætli nemendurnir mæti þá aðeins fyrr í ár til að þrífa og mála?
Bruni í Myndlistarskólanum á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2008 | 14:50
samband
GSM sendum fjölgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2008 | 16:12
grunur staðfestur
Þá er minn grunur staðfestur, uppsagnabréfið er komið. Sagt upp störfum frá og með 1. júlí og síðasti starfsdagur er 30. september. Þá verður næsta mál að finna vinnu, því það getur enginn verið atvinnulaus með 2 börn í framhaldsnámi, í húsnæðiskaupum og bílakaupum.
Þetta er í annað skiptið sem ég fæ uppsagnarbréf á minni starfsævi sem byrjaði við 12 ára aldur. Hitt skiptið var í fyrra en það var dregið til baka.
Stjörnuspáin mín í dag :" Þú kemur auga á augljósa leið til að hefna þín einhverjum sem gerði þér rangt til. En besta hefndin er auðvitað að vera alveg skítsama um þetta allt saman."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2008 | 11:17
Hvort á að gera
Hvort á að gera: Að setja þessar aldurstakmarkanir og halda þessa skemmtilegu hátíð eða leifa öllum að tjalda með þá hættu að hátíðin leggst af?
Verða nokkuð Færeyskir dagar í Ólafvík í ár út af látum?
Tjaldstæðin ekki fyrir alla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)