Góð helgi nýafstaðin

Síðasta helgi var ljómandi góð að langflestu leit. Á laugardeginum fór bóndinn í golf og var hann það heppinn að lenda í öðru sætiW00t. Einn hluti verðlaunanna var gjafabréf í eina golfverslunina svo að núna getur hann fengið sér nýja golfskó, hann er búinn að ganga niður þá gömlu bókstaflegaGrin.  Og á meðan slapp ég í búðirWink.

Á sunnudeginum var vaknað snemma, upp úr 6Halo. Deginum áður hafi verið hringt í bóndann og hann grátbeðinn að taka eina rútuferð inn í Landmannalaugar því bílstjórinn sem fer þessa ferð var búinn að vera lasinn. Við mættum á svæðið og einnig hinn bílstjórinnWounderingþannig að bóndinn var eiginlega óþarfur. En það fannst ferð handa honum og fékk ég að fara með. Fórum við til Víkur í Mýdal með stoppum á nokkrum stöðum. Reyndist dagurinn hinn ánægjulegastiSmile og komið seint heim, að ganga 10. Langur dagur og þreytt manneskja sem sofnaði um kvöldiðSleeping.  

Það eina sem var ekki skemmtilegt um helgina var það að sonurinn hafði náð sér í sumarpestin, hausverkur, hiti, beinverkir.Frown Og núna er dóttirin lögst í bælið. Vonandi sleppum við hin því við fáum hjólhýsið á fimmtudaginn og leggjum þá af stað. Ætti reyndar núna að vera að stytta buxur eða baka "ferðalagskökurnar" , en byrja bara á eftirWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvert á að skella sér í ferðalag? Og hvar verðið þið um verslunarmannahelgina?

Hilda (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband