Færsluflokkur: Bloggar

uppsagnir

Fáum að vita í næstu viku hverjir fá uppsagnabréf og hverjir ekki. Enda mikið stress í gangi.
mbl.is Útlit fyrir fjöldauppsagnir hjá Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

stress í gangi

16.júní byrjaði eins og ver annar dagur, yndislegur. Nóg að gera í vinnunni og sprellað Winksvona aðeins eins og gengur og gerist. Klukkan 3 var fundur meðeinum af yfirmönnum okkar og þar sagði ann okkur að einverjar fengu uppsagnarbréfDevil um næstu mánaðarmót og mikil uppstokkun hjá fyrirtækinu. Svo að núna er kvíðinn búinn að taka völd, fæ ég bréf eða ekkiFrown. Hversu mörgum verður sagt upp er ég ekki viss um og þori ekki að giska. 

Þannig að ef einhver veit um vinnu má hinn sami hafa samband við migSmile í gegnum gestabókina.

Annars er strákurinn kominn inn í fjölbraut og eru tilfinningarnar svolítið blendnar hjá honum,langar ekki í skóla en vill samt ekki vera heima, og enga vinnu að fá fyrir 16 ára ungling.


Fjör

Það er valla hægt að fara út að skemmta sér lengur. Á Akureyri er skotið að fólki með skoteldaköku, maður barinn með golfkylfu í Reykjavík, kveikt í bílum á Selfossi og í Keflavík eru menn barðir. Skrítið að maður fari aldrei neitt, ekki hef ég áhuga á að lenda í einhverju svona.

Þetta er bara slæm kynning fyrir staðina, að þarna komi óaldaliðurinn saman og skemmi fyrir öðrum. Og svo verða margir brjálaðir ef það er hætt við útiskemmtanir og samkomur.


mbl.is Erfið nótt á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

draugagangur

Ég get ekki annað en hlegið. Í tvígang hefur maðurinn minn tekið kipp, og þá meina ég  KIPP, inni í stofu. Í bæði skiptin fannst honum einhver standa í dyraopinu inni í stofu en þegar á reyndi var enginn þar, að minnsta kosti enginn hérna megin lífs. Krakkarnir voru inni í sínum herbergjum og ég inn í stofu, enginn gestur var. Við erum nokkurn vegin viss um að þarna hafi verið kona á ferðinni, konan sem átti heima hérna í um 25-30 ár.  Ekki er hún neitt að trufla okkur en ég hef lúmskan grun um að hún hafi gaman af að hrekkja bóndann.

Ég tek það fram að ég tek ekki eftir neinu, er blind á svona hluti, en er alin upp við svona og þykir þetta sjálfsagður hlutur.  Það er eitthvað á kreiki í kringum okkur sem við tökum flest ekki eftir. Eða munum ekki eftir. Ég ef séð þann sem fylgir mér, svarta kallinn. Svartur skuggi með uppháan hatt og í laffrakka. Hann hefur passað mig mjög vel.  


þjónusta

Er þá landið orðið svona, allir hundar komnir til á höfuðborgarsvæðið? Það er að segja allir fíkniefnahundar? Þá eiga fleiri "Fáskrúðsfjarðarmál" eftir að koma upp.

Fyrstu kynni ferðamanna af landinu, óvænt sýningarferð um Seyðisfjörð. Önnur kynni, festa farartækja um hálendi landsins vegna þess að lestur á kynningarbæklingum um akstur um hálendið var ekki nægilegt. Þriðju kynni, verð á olíu breytilegt dag frá degi, sem sagt hækkandi.


mbl.is Norræna á undan áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hjólýsi og frí

Jæja, þá er það komið á hreint. Við fjölskyldan ætluðum og pöntuðum hjólhýsi á leigu í 2 vikur í sumar, vikurnar í kringum  verslunarmannahelgina. En nú höfðum við ákveðið að taka 1 viku í hjólhýsi og seinna 1 viku í sumarbússtað. ætluðum við austum en ég held að af því verði ekki, að minnsta kosti ekki um verslunarmannahelgina eins og ráðgert var. Ekki var mikil kæti hjáfjölskyldumeðlimum en eitthvað urðum við að gera, olían er búin að hækka svo andskoti mikið.
mbl.is Dregur úr bílaumferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÍ HÍ

Greinilegt að þessir menn voru ekki í viðskiptum við Westra Wermlands Sparbank, þá hefðu þeir örugglega fengið tilkynningu um flutning bankans.
mbl.is Reyndu að ræna autt bankaútibú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

olíumál

Hvernig er hægt að ætlast til þess að þetta fólk geti "reddað" landanum og erlendu ferðafólki nema með því að æfa sig. Þegar ég las fyrri fréttina hélt ég að þetta væri djók, að það væri að hrekkja einhvern björgunarsveitamanninn vegna steggjapartís en annað kom í ljós, umferðaeftirlitið að sína hvað þeir eru máttugir. En þeir voru komnir út fyrir sitt vald með því að spyrja um erindi ferðarinnar, þeir meiga skoða olíuna en ferðaleiðangurinn kom þeim ekkert við.
mbl.is Olíumál björgunarsveitar látið niður falla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

aukaár

Með því að borga 1,8 milljónir í þessa bólusetningu þá þurfa ráðamenn bara að sleppa einni ferð með einkavél en þeir geta þá hugsað í staðinn " við erum þá búin að bæta einu ári við til þessa skattgreiðenda"  " leysa einhverjar fjölskyldur undan ánauð krabbameins" og " hvað getum við bætt næst?"
mbl.is Geta lifað aukaár fyrir 1,8 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

útskrift

Jæja, þá er sonurinn útskrifaður úr grunnskóla og tekur alvaran nú við. Hvað á að gera og hvað á að verða. Spurningar dagsins. En eitt er víst, ekkert fæst nema með menntun.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband