2.5.2008 | 17:15
Vorhreingerning
Þegar sólin fer að skína meira á vorin, kemur skíturinn og rykið betur í ljós. Þá byrjar fjörið. Upp með tuskur og klúta og af stað. Eitt herbergi á dag helst er fyrirætlunin. En hvað kemur í ljós? Það sem byrjaði með offorsi dregst fram á sumarið því það kemur í ljós að eitthvað þarfara þarf að gerast t.d. vinna, verslunarleiðangur, svo kemur rigningadagur sem endist í nokkra daga, og það herbergi sem kláraðist er orðið skítugt aftur. Þá er sest niður og sagt, ég klára þetta bara fyrir jólin en verð duglegri næsta vor.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.