Slys

Á laugardagskvöldið fékk ég sms frá litlu systir og þar tilkynnti hún mér það að það væri allt í lagi með þau en súkkan væri ónýt eftir árekstur, að þessi drengstauli sem keyrði á þau hafi verið að sýna sig fyrir farþegum sínum og ekki takið eftir umferðinni í kringum sig og verið á meiri hraða en leyfilegt er í húsagötu. Hafði þeim brugðið hvað mest við þegar systir mín stökk út úr súkkuni farþegamegin, rifið upp hurðina að aftan og rifið 7 mánaða dóttur sína út úr bílnum.

Rifjaðist þá upp fyrir mér slysið sem ég og dóttir mín lentum í fyrir ca 8 árum. Vorum í bílaröð á Kjalarnesinu þegar dökkur bíll kemur af hliðarvegi og svínar í veg fyrir umferðina á þjóðvegi 1. Var ég númer 4 í rununni. Fyrstu 2 bílarnir gátu fyrir guðs mildi stoppað hlið við hlið (engin umferð á móti á því augnabliki), næsti bíll fyrir framan mig (hvítur/ljós grár) keyrði út fyrir veg og rétt fór fyrir ofan ræsið og lenti sem betur fer á hliðarveginum. En hún ég vildi ekki keyra á bílinn fyrir framan mig, keyrði út fyrir og ætlaði aftur upp á veg en sá ekki ræsið strax, ekki fyrr en við vorum að velta ofan í það. Guði sé lof fyrir að við vorum ekki á meiri hraða því þá værum við  ekki hér, ræsið var nefnilega steypt.

En sú manngæska og hlýa sem fólk sem kom á slysstað sýndi  hef ég sjaldan eða aldrei fundið fyrir. Man ég efir eldi manni, ég man ekki eftir andliti hans en ég man hvað hann var með hlýjar hendur- og konan sem talaði mest við mig, hvað hún var róleg.

En það er eitt sem ég hefði viljað sjá. Ég spurði um farangurinn og vörurnar sem voru í skottinu, hvort það væri allt í lagi. Konan leit upp og sagði: "Jaa, sheriosið og þvottaduftið er á leið niður lækinn" og þá langaði mig að rísa upp bara til að sjá þvottaduftið freyðandi niður allan lækinn. Djö... getur maður stundum verið vitlaus.

En við dóttla mín sluppum rosalega vel, engin brot né skurðir. lengsta sárið sem við fengum, var á hendinni á mér, 1cm langur. Smá tognun hrjáði okkur samt og var ég frá vinnu í 1 og hálfan mánuð. Við sluppum ljómandi vel og síðan hef ég aldrei þurft að segja börnunum að spenna beltin, þau gera það ósjálfrátt.

Sonurinn ætlaði þá með pabba sínum heim á flutningabílnum en þegar þeir fengu símtal um slysið þá fengu þeir lánaðan lítinn bíl til að komast á slysstaðinn, og einu áhyggjurnar hjá syninum var hvort skólataskan hans væri í lagi. Og þegar hún var fundin  og allt í lagi með hana spurði hann pabba sinn:" Pabbi en hvað með mömmu og systu??"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband