18.5.2008 | 11:03
vedur.is
Ég fer stundum inn á vedur.is og fylgist með kortunum þar. Bæði veðurkortunum og jarðskjálftakortunum. Og síðustu vikuna hafa doppurnar verið annsi margar. Sjá hvernig flekabeltið liggur í gegnum landið.
Ég man eftir einum skjálfta sem ég fann fyrir. Var ég þá að vinna í Hafnarfyrði, í frystihúsinu niður við sjóinn sem nú er búið að rífa. Þetta var árið 1990 og einmitt jarðskjálftinn sem þaggaði niður í Ólafi Ragnari Grímssyni í miðju sjónvarpsviðtali. Sat ég við flæðilínuna og þegar skjálftinn reið yfir hugsaði ég:" hvað í ósköpunum eru strákarnir að meina með að hreyfa línuna, sjá þeyr ekki að við erum að vinna?" En þeyr voru víst saklausir í þetta skiptið, enda hefðu þeyr ekki getað hreyft línuna, eins og hún var þung. Strákarnir voru samt annsi miklir hrekkjalómar.
Jarðskjálfti við Kleifarvatn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.