11.7.2008 | 09:13
Sumarfrí 1.
Jæja, þá er blessað sumarfríið byrjað . Hlakka til að slappa af og taka lífinu með ró og ég ætla ekki að byrja leitina að nýrri vinnu fyrr en í síðari hluta frísins . Því ég veit að það þíðir ekkert núna að leita. En ég tek öllum vísbendingum með þökkum .
Mig hlakkar til að fara norður í brúðkaupið og austur á Neistaflug, á það eina sem er búið að skipuleggja fyrir sumarið ,(fyrir utan einu helgina sem við skipulögðum í fyrra en svo kom brúðkaupið upp á þeirri helgi). Restin fær að ráðast eftir veðri og vindum. Bóndinn er víst búinn að skrá sig á golfmótið um verslunarmannahelgina.
Það var skrítið að lappa út úr fyrirtækinu í gær því ég veit ekki hvort ég kem nokkuð til baka þangað. Fer allt eftir því hvort ég verð búin að fá vinnu eða ekki. Talaði við einn yfirmanninn og hann sagði náttúrulega að við starfsmenn höfðum okkar skyldur og allt það en honum fannst nógu erfitt að þurfa að segja upp fólkinu að hann ætlar ekki að standa í vegi fyrir ef fólkið byrjar í annarri vinnu. Þótt það þurfi þess vegna að byrja á morgun . Hann þurfti svo sannarlega að tala, ég var inni hjá honum í um 20 mínútur .
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.