Engin furða

Þá er engin furða þótt maður taki illa eftir þessum hjólum, þau þjóta oftast framhjá manni. En það eru svona menn sem koma óorði á heila stétt. Að mínu mati, í þessu tilviki, ætti að svipta manninn ökuréttinn varanlega og gera hjólið upptækt, selja það og setja andvirðið í sjóð fyrir fólk sem hefur slasast í umferðinni.
mbl.is Mældur á 212 km hraða; reyndi að stinga af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála því að það eru svona bjánar (langar að taka MIKKLU MIKKLU sterkar til orða )sem sverta heildina, ekki nóg með það þeir eru STÓR hættulegir.Það ætti í raun að skilda svona menn (konur) að fara til sálfræðings,það hlítur að vera eitthvað að svona fólki sem er sama um allt og alla.Og að sjálfsögðu Á að gera faratækin upptæk þegar svona ofsaakstur er um að ræða.

Gilla (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 21:27

2 Smámynd: Helga

Mikið er ég sammála ykkur , er sjálf hjólamanneskja og svona lið kemur óorði okkur hin sem eigum það svo sannarlega ekki skilið.

En af hverju er það svo að allt verður "vitlaust" þegar hjól keyra svona hratt en ekki þegar að bíl er tekin á 180-200 km hraða?  Er það eitthvað öðruvísi?  Bara velti því fyrir mér........!  Svo eru mun fleiri farþegar í bílum en hjólum og tel ég það pottþétt að þeir valda mun meiri skaða og fleirum.  En bara svona smá vangaveltur.

kveðja

Helga , 11.7.2008 kl. 23:15

3 Smámynd: Anna Heiða Stefánsdóttir

Þetta er alveg satt Helga, það ætti líka að taka bílana og selja þá á uppboði. Ég nefndi bifhjólin því þetta var frétt um hjól. En það sama á að ganga yfir ALLA. Ekki taka einn ökumann útúr en sleppa öðrum.

Anna Heiða Stefánsdóttir, 12.7.2008 kl. 11:09

4 identicon

Eins og ég sagði á að taka FARATÆKIN (hjól, bíla)

En það sem gerir hjólin hættulegri í mörgum tilfellum er það þegar er verið að taka frammúr á milli bíla .Ég hef lennt í því oftar en einusinni að vera að mæta bíl og það kemur hjól og skíst á milli það er algjörlega fáránlegt athæfi.Og eins og ég las hér einhverstaðar, þetta fólk virðist ekki hafa vit til að keyra og ætti því að missa prófið ævilangt.

Gilla (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband