dagsferð

Í gær var ég að vinna frá 8 til 11, við skulum segja vinna því það var ekki mikið að gera og þetta var að mestu hangs og að bíða eftir klukkunni. Þannig að maður talaði mikið við Hauk og Izabellu. Og ég komst að því að Haukur er hrifinn af Austfjörðunum og gæti alveg hugsað sér að búa þar en bara að sumri til, ekki að vetri, sem er ósköp skiljanlegt. Það eru ekki allir sem geta búið undir fjöllum. Og Iza, hún er búin að fjárfesta í íbúð úti. Gott hjá henni.

Stundum vildi ég að það væri hægt að klóna mann. Ég var búin að ákveða að kíkja á trukkasýninguna en áður en ég fór kíkti ég á bloggið og sá þá um blogghittinginn sem ég var búin að gleymaBlush  en vonandi man ég eftir þeim næsta. En sýningin var flott hjá trukkurunum. Að sjá þennan stóra MAN vörubíl með krana hangandi í lausu lofti neðan í STÓRUM krana. Ég bjóst við að hann myndi falla niður þá og þegar. En núna getur fólk séð hvað þessir vírar eru sterkir og tækin öflug og örugg. Þarna sá ég fullt af bílum sem ég hef skoðað á www.geirinn.is og fundist þar fallegir. En þeir voru fallegri í nálægð en ég saknaði samt bleika VOLVOgsins, hann hefði mátt vera þarna.

Og til að nýta ferðina til ReykjavíkurWink fór ég í t.d. bónus við Smáratorg að versla. En þar gerðist ég framhleypin. Ég var að skoða og hugsa um hvað mig vantaði en þá sá ég þessa FLOTTU skó á einni konu  og ég stóðst ekki mátið en labbaði upp að henni og sagði:" Fyrirgefðu, en þessir skór sem þú ert í, þeir eru ÆÐI", og brosið sem ég fékk var framhleypninnar virði, það náði til augnanna líka. Ég vona samt að það séu ekki margir sem gera þetta, en ég segi bara mína meiningu þegar mér hentar en stundum má satt kurt liggja en það er bara svo erfitt að finna þær stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband