nenni ekki

Ég nenni ekki að skrifa um þetta kreppuástand sem hrjáir þjóð vora, aðrir sjá um það. Þessi vika er búin að vera annasöm. Nóg að keyra út ennþá en minna að gera í búðinniErrm. Þá er tíminn bara nýttur til þrifa þannig að jólahreingerningarnar byrja snemma í árWink. Síðasta föstudag þá skrifaði ég um rigningu eða úrhelli réttara sagt. Í dag var snjór og hálka. Sem betur fer eru heilsársdekk á vinnubílnum en því miður sumardekk á mínumBlush.

Vinafólk okkar var að fara í sumarbússtað núna um helgina, tvö alein. Bóndinn var að velta því fyrir sér hvenær við tvö ættum að fara, bara tvö, ætli það verði bara ekki á næsta ári þegar ég verð fertugLoL, því mín er búin að ákveða það að halda ekki neina veislu heldu skella sér í bússtað og hafa köku og bjór meðferðis. Já og kallinn, svo það verður eitthvað fjörWink. Því er ekki sagt "allt er fimmtugum fært"?Bóndinn verður nefnilega fimmtugur á næsta ári og það eru 20 ár síðan við hittumst fyrst. Nægur tími til að plana það. Alveg fram í mars!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband