algjör dagur

Vissi ekki hvernig fyrirsögnin ætti að vera Wink. En dagurinn í dag var breytilegur. Vaknaði fyrst um 5 og dormaði til 7 og nennti engan veginn í vinnuna í dag, en við vorum með gesti í gærkvöldi, mágkonu mína og svila. En maðurinn minn átti afmæli í gær, 17. okt. og litla frænka varð 1 árs í gær. Rosalega líður tíminn hratt, mér finnst eins og það hafi verið í gær sem ég heimsótti litlu systur á spítalann til að sjá frænku.  En annars var þetta strembinn dagur í vinnunni en það gekk samt allt upp og náði ég að klára allt fyrir 12 en með naumindum þó. Eftir hádegi var svo farið með köku sem ég gaf í afmælisveisluna hjá litlu frænku og fór sonurinn bara með mér. Dóttirin var í letikasti í dag og bóndinn var að vinna í bænum en ann kom svo þegar hann var búinn að vinna.

Eftir veisluna fórum við svo með strákinn á bráðamóttökuna en á fimmtudaginn var fór ég með hann og fór hann í svona inn gróna nögl aðgerð. Síðan hefur ann haft einhvern verk í tánni en ekki nefnt það við mig eða pabba sinn svo við gætum fengið eitthvað handa honum. Svo í dag þá kom í ljós að það er vottur af sýkingu á byrjunarstígi og fékk hann pensillín. Vonandi endist hann til að taka þessar töflur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband