akstur á vinnusvæðum

Ég var að tala við bóndann en hann hefur verið að vinna við brúarsmíði í bænum rétt já Smáralindinni. Ég var að segja honum að þegar ég fór síðast í bæinn, síðastliðinn laugardag, þá hafði ég verið að keyra undir brúnna sem er verið að byggja hjá Garðabæ, hjá gamla berklaspítalanum, nafninu er alveg stolið úr mér. Hvað um það. Ég viðurkenni það að ég var komin niður í 60 þar sem hámarkshraði er 50 og var ég á hægri akrein. Það fór bíll framúr mér á þeirri vinstri og ég giska á að hann hafi verið á 90 km. Þá sagði bóndinn mér það að þeir í hans vinnuhóp höfðu fengið lögregluna með myndavélarbíl og á 2 KLST höfðu þeir tekið myndir af 400 bílum sem keyrðu of hratt. Það finnst mér of mikið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband