Hversu oft

Hversu oft les maður um bát sem lendir í umferðaróhappi á landi?? Oftar en maður heldur. Las einu sinni um það að bíll keyrði á bát/skip eða réttara sagt hann rann á bátinn sökum svells en þá hafði sjó lagt fyrir norðan (mynni mig, LANGT síðan) og bíllinn hafi af einhverjum sökum lent á ísinn og runnið á bátinn. Mig rámar líka í ljósmynd af þessu atviki.
mbl.is Bátur skemmdist þegar kerra gaf sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

afmæli og fl.

Síðastliðinn föstudag áttum við hjónin 5 ára brúðkaupsafmæli. Já, það eru virkilega liðin 5 ár síðan við skruppum til Kalla prest og létum pússa okkur saman.Cool Samtals vorum við 8 í kirkjunni, presturinn, við, börnin tvö, svaramennirnir tveir og organistinn.Nei við vorum 9, ég gleymdi Blush kirkjuverðinum. Og í tilefni dagsins fórum við á leikrit  sem hæfði tilefninu svona rétt mátulega en hentaði okkar húmor, Öfugu megin uppí, en það fjallaði um framhjáhald. En kvöldið þar á eftir var haldið um 4-500 manna veisla. Enda var þá haldin Landvarahátíð. Wink

En í tilefni af 5 ára afmælinu steikti ég hjörtu og hafði kartöflur með. Tounge

Svo kom hún Magga mín í búðina mér til  mikillar gleðiKissing, helgarferð með meiru hingað suður. Ég var virkilega ánægð með að sjá þig Magga mín.

Á sunnudeginum kom svo litla frænka með mömmu sinni og pabba. Þau ætluðu bara að stoppa stutt en enduðu svo í kvöldmat hjá okkur. Að sjá litla skottið, það var svo mikið að gera hjá henni að skoða nýtt umhverfi og nýtt dót. Svo þegar þau fóru eftir kvöldmatinn, var hún sofnuð áður en þau voru komin út úr þorpinu, hún var svo þreytt.


keyrði þarna framhjá

Ég keyrði þarna framhjá rétt upp úr 1:30 og þá var lögreglan þarna og trukkur að koma að til að taka bílinn. Hugsaði um að vonandi hafi enginn slasast alvarlega. En ljótt að heyra að enginn hafi stoppað en því miður er fólk orðið þannig að það hugsar um að sá næsti á eftir muni örugglega stoppa.
mbl.is Óku framhjá slysstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

sala

bóndinn var að skoða bílasölur í Danmörk og ef við seldum bílinn okkar þar myndum við fá um 5 mill íslenska. Bíllinn okkar er 3 ára fólksbíll, passat.
mbl.is Bílaflotinn seldur til Noregs?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjóðir.

Mitt álit er að þingmenn eigi EKKI að sitja í sjóðum, þar á fólk sem er sérmentað að sitja. Ef það fólk er síðan kosið á þing, á það skilyrðislaust að segja sig úr stjórn sjóðanna og láta aðra sérmentaða taka við af sér. Sjóðirnir eigi ekki að vera merktir stjórnmálaflokkum eða stjórnmálum.
mbl.is Óheppilegt að þingmenn stýri sjóðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjómennska

Gaman er að sjá þessar myndir hér á mbl.is og fínt er að þetta gengur vel hjá þeim núna. Næst gætuð þið farið með þeim eða öðrum sjómönnum þegar sjórinn er meira úfinn og veiðin það dræm að menn fá rétt yfir tryggingunni?? Það hefur komið fyrir að menn hafa hrökklast í land í leit að vinnu því tryggingin dugar engan veginn fyrir eðlilegu lífi.
mbl.is Þeir fiska sem róa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annað skiptið

Annað skiptið sem ég man eftir að brotist er í Shell-skálann á Reyðarfirði á rúmu ári, eða tveim árum. Skemmdarfýsnin greinilega meira ráðandi núna. Vonandi nást þeir sem þetta gerðu.


mbl.is Innbrot á Reyðarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

algjör dagur

Vissi ekki hvernig fyrirsögnin ætti að vera Wink. En dagurinn í dag var breytilegur. Vaknaði fyrst um 5 og dormaði til 7 og nennti engan veginn í vinnuna í dag, en við vorum með gesti í gærkvöldi, mágkonu mína og svila. En maðurinn minn átti afmæli í gær, 17. okt. og litla frænka varð 1 árs í gær. Rosalega líður tíminn hratt, mér finnst eins og það hafi verið í gær sem ég heimsótti litlu systur á spítalann til að sjá frænku.  En annars var þetta strembinn dagur í vinnunni en það gekk samt allt upp og náði ég að klára allt fyrir 12 en með naumindum þó. Eftir hádegi var svo farið með köku sem ég gaf í afmælisveisluna hjá litlu frænku og fór sonurinn bara með mér. Dóttirin var í letikasti í dag og bóndinn var að vinna í bænum en ann kom svo þegar hann var búinn að vinna.

Eftir veisluna fórum við svo með strákinn á bráðamóttökuna en á fimmtudaginn var fór ég með hann og fór hann í svona inn gróna nögl aðgerð. Síðan hefur ann haft einhvern verk í tánni en ekki nefnt það við mig eða pabba sinn svo við gætum fengið eitthvað handa honum. Svo í dag þá kom í ljós að það er vottur af sýkingu á byrjunarstígi og fékk hann pensillín. Vonandi endist hann til að taka þessar töflur.  


strembinn dagur

Dagurinn í dag er búinn að vera strembinn. Þegar ég kom í vinnuna rétt fyrir 8 þá var bara kallað á móti mér "Geturðu farið með kleinurnar í Matarlist núna? Stelpurnar eru báðar lasna!". UUUFFFFF. Keyra út vörunum, skera niður brauð, pakka í poka, telja í grindur, skera niður hamborgarabrauð, fara tvær aukaferðir sem eru ekki farna að staðaldri, 12 staðir til að fara á og allt þetta á 4 og hálfum tíma. Já, og fara með strákinn svo til læknis kl 1. Aðgerð á honum í sambandi við inngróna nögl, Keyra heim með hann, stoppa við í 15 mín og borða hádegismatinn, vera komin í vinnu aftur klukkan 2. Var svo komin heim kl 7 og þá búin að ganga frá öllu í búðinni. Svo að núna er það heitt bað, hreint rúm og HITATEPPI fyrir aumar axlir.LoL

tjallinn

Eitt verða Bretar að gera sér grein fyrir og það er að þeir eru ekki alltaf nr 1. Íslendingar eru þrjóskir en sveigjanlegir og langlanglanglangflestir standa við það sem þeir lofa.
mbl.is Íslendingar þrjóskir og ósveigjanlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband