Þotin

Jæja, þá er ég þotin að fylla á bílinn áður en olían fer yfir 210. kr!!!

spurn

Ef þið skoðið myndina þá eru fréttamennirnir allt konur,er það einhver fyrirboði? Ekki ylla meint en voru þær einu fréttamennirnir sem voru viðlátnir þessa helgi?

En það er satt, maður er orðinn hundleiður á lygum æðstu manna, það er eins að þetta komi almenningi ekkert við. Nema þegar það þarf að redda einhverju, þá má almenningur borga og borga enn meir og fórna sínum lífeyri.


mbl.is Allir róa í sömu átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

leikur

Það kemur fyrir að ég sest niður með blað og penna og leik mér að orðum. Ekki kemur alltaf viturlegt út úr mér þá en mér finnst þetta skemmtilegt og langar mig að lofa ykkur að lesa það sem ég kom á blað á einum hálftíma í morgun.

  • Þingmenn og þjóðin stangast nú á,
  • Þjarkað er ákaft og pukrast í laun.
  • Blaðran er sprungin bönkunum hjá,
  • blæðir úr vösum stjóranna þá,
  • leitandi í sjóðum að nál og saum.

Og svo kom önnur:

  • Kaffiþyrstir og svangir karlarnir sjást,
  • keppast við að renna verslun í gegn.
  • Frúrnar, þær fjasast hvað verðið er hátt,
  • fjárhagur versnar og allt verður um megn.

Þriðja:

  • Kreppan er komin erlendis frá,
  • kaupæðið runnið sitt skeið.
  • Glaðlegir kaupmenn gaupnirnar sjá,
  • gamanið búið um leið.

Ég ætlaði reyndar að skrifa niður þá fjórðu en snarhætti við, hún var aðeins of persónuleg, þá í sambandi við bóndann og kvöldstund Wink. Það reyndar kominn langur tími síðan ég settist niður síðast og svona leirburður kom fram, ca ár síðan síðast að ég heldBlush. Vonandi fannst ykkur þetta ekki leiðinlegt.Grin

 


nenni ekki

Ég nenni ekki að skrifa um þetta kreppuástand sem hrjáir þjóð vora, aðrir sjá um það. Þessi vika er búin að vera annasöm. Nóg að keyra út ennþá en minna að gera í búðinniErrm. Þá er tíminn bara nýttur til þrifa þannig að jólahreingerningarnar byrja snemma í árWink. Síðasta föstudag þá skrifaði ég um rigningu eða úrhelli réttara sagt. Í dag var snjór og hálka. Sem betur fer eru heilsársdekk á vinnubílnum en því miður sumardekk á mínumBlush.

Vinafólk okkar var að fara í sumarbússtað núna um helgina, tvö alein. Bóndinn var að velta því fyrir sér hvenær við tvö ættum að fara, bara tvö, ætli það verði bara ekki á næsta ári þegar ég verð fertugLoL, því mín er búin að ákveða það að halda ekki neina veislu heldu skella sér í bússtað og hafa köku og bjór meðferðis. Já og kallinn, svo það verður eitthvað fjörWink. Því er ekki sagt "allt er fimmtugum fært"?Bóndinn verður nefnilega fimmtugur á næsta ári og það eru 20 ár síðan við hittumst fyrst. Nægur tími til að plana það. Alveg fram í mars!


kuldahrollur

Ég var að flakka á netinu eins og stundum geristWink og fór inn á www.veg.isog fór að skoða myndavélarnar. Og það læddist um mig kuldahrollur þegar ég sá myndirnar af t.d. Öxnadalsheiðinni og sá snjófölina. En ég vona nú samt að þetta verði ágætis haust og veturinn verði mildur. OG EKKI MEIRI RIGNINGU! Ég var að vinna við útkeyrslu á föstudagsmorguninn og rigningin á milli 8 og 9:30, það var eins og helt væri úr fötu! Það var hægt að vinda fötin og samt var ég í regnstakk. Það er leikskóli við hliðina á bakaríinu og þær koma alltaf til að ná í brauðin. En þennan dag keyrði ég þessa nokkra metra á bílnum og hljóp restina með körfurnar svo að brauðið blotnaði ekki. Og þeir sem þekkja mig vita hvernig ég er og að hugsa mig hlaupandi, nnneeeeee. Allt annað en þaðLoL .        Hafið annars góðan dag og góða helgi.Kissing

o ja kur ands.....

Þá fer einn besti lögreglustjóri landsins frá störfum. Og ég skal lofa ykkur því að í næstu kosningum kýs ég EKKI sjálfstæðisflokkinn!!! Því það er greinilegt að þeir vilja bara JÁ-menn í hæstu embættisstörf landsins, menn sem þeir geta stjórnað undir borðum.
mbl.is Jóhann mun segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

fótbolti

Ég er ekki aðdáandi nr 1 í fótbolta, fékk nóg þegar yngsti bróðir minn var að biðja og pína mig að þvo og pússa fótboltaskóna hans þegar við vorum krakkar og þegar hann hækkaði í sjónvarpinu er enski boltinn var í sjónvarpinu, EN þetta eiga Keflvíkingar skilið, þeir hafa komið skemmtilega á óvart í sumar. Var þeim ekki spáð einu af fallsætunum núna í vor?
mbl.is Verður Keflavík Íslandsmeistari í dag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

dagsferð

Í gær var ég að vinna frá 8 til 11, við skulum segja vinna því það var ekki mikið að gera og þetta var að mestu hangs og að bíða eftir klukkunni. Þannig að maður talaði mikið við Hauk og Izabellu. Og ég komst að því að Haukur er hrifinn af Austfjörðunum og gæti alveg hugsað sér að búa þar en bara að sumri til, ekki að vetri, sem er ósköp skiljanlegt. Það eru ekki allir sem geta búið undir fjöllum. Og Iza, hún er búin að fjárfesta í íbúð úti. Gott hjá henni.

Stundum vildi ég að það væri hægt að klóna mann. Ég var búin að ákveða að kíkja á trukkasýninguna en áður en ég fór kíkti ég á bloggið og sá þá um blogghittinginn sem ég var búin að gleymaBlush  en vonandi man ég eftir þeim næsta. En sýningin var flott hjá trukkurunum. Að sjá þennan stóra MAN vörubíl með krana hangandi í lausu lofti neðan í STÓRUM krana. Ég bjóst við að hann myndi falla niður þá og þegar. En núna getur fólk séð hvað þessir vírar eru sterkir og tækin öflug og örugg. Þarna sá ég fullt af bílum sem ég hef skoðað á www.geirinn.is og fundist þar fallegir. En þeir voru fallegri í nálægð en ég saknaði samt bleika VOLVOgsins, hann hefði mátt vera þarna.

Og til að nýta ferðina til ReykjavíkurWink fór ég í t.d. bónus við Smáratorg að versla. En þar gerðist ég framhleypin. Ég var að skoða og hugsa um hvað mig vantaði en þá sá ég þessa FLOTTU skó á einni konu  og ég stóðst ekki mátið en labbaði upp að henni og sagði:" Fyrirgefðu, en þessir skór sem þú ert í, þeir eru ÆÐI", og brosið sem ég fékk var framhleypninnar virði, það náði til augnanna líka. Ég vona samt að það séu ekki margir sem gera þetta, en ég segi bara mína meiningu þegar mér hentar en stundum má satt kurt liggja en það er bara svo erfitt að finna þær stundir.


klukk!!

Jæja frændi, þar tókst þér að láta mig hugsa en hér koma niðurstöður:

Fjögur störf sem ég ef unnið:

  • GSR (Gunnar og Snæfugl Reyðarfjörður, unglingsár)
  • Guðmundur Runólfsson hf ( 11 ár)
  • IGS-Flugeldhús (3 ár)
  • Sigurjónsbakarí (frá 1. sept 2008 til ?)

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

  • Lord of the rings
  • Mad Max
  • Mýrin
  • Sense and the Sensibility

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

  • Fréttir (ekki þáttur, ég veit)
  • America funniest home videos
  • CSI - New York
  • Útsvar

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

  • Kemperfeennen (Holland) vonandi rétt skrifað
  • Bråskov (Danmörk)
  • Dublin (Írland)
  • Hull (england), sigling með pabba 11 ára.

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blog:

Fernt sem ég held uppá matarkyns:

  • lambalæri með öllu meðlæti
  • hangikjöt, uppstúf og nýjar kartöflur
  • brauðsúpa og rjómi
  • kjúklingur, margar matreiðsluaðferðir.

Fjórar bækur sem ég les oft:

  • Ísfólkið
  • bækurnar eftir Birgittu Halldórsdóttur
  • Dönsk orðabók (svo að ég skilji Lenu mákonu beturWink
  • Bækur frá Hugmyndabanka heimilanna

Fjórar bloggarar sem ég klukka:

  • Magga mín (eftir flutning)
  • Ragnheiður
  • Gunnhildur
  • Hilda, mínar 3 ástkærar systur Kissing

 

 

 


smá ferðalag

Við hjónakornin fórum í smá ferðalag í dag, það var búið að hafa samband við bóndann og hann beðinn um að spila með Vestar á móti Mostra í árlegri golfkeppni í dag. Lögðum við af stað upp úr hálf átta í morgun og þegar við komum í bæinn var eins og helt væri úr fötu, rigningin var svo mikil. Það voru stórir lækir eftir vegum borgarinnar. Það var rigning eiginlega alla leiðina og það var ekki fyrr en við komum í Hólminn að það létti til. Og á tímabili var glaða sólskin og logn.

Á meðan bóndinn var að spila þessar 27 holur þá skrapp ég í Grundarfjörð til að hitta vinkonur mínar þar en ég passaði mig á því að láta engan vita að ég væri að koma bara til að koma þeim á óvart. Enda greip ég eina glóðvolga í bælinuDevil. Hittumst við svo heima hjá annarri og fengum okkur saman saumaklúbbskökuna en það var ostakakaHalo. Og eiginlega alltaf sama ostakakan en hún var ekki til í dag, því miður. Ég fann það mikið í dag hvað ég sakna þeirra, að setjast niður og spjalla um allt og ekkert. En ég hef ekki fundið neina hérna á staðnum til að spjalla við en fengið útrás með þessu bloggi. En að setjast niður og spjalla við vinkonu yfir kaffibolla, það er gulls ígildi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband