Færsluflokkur: Bloggar

Ég veit ekki hvað gengur á hérna

Ég veit ekki hvað gengur á hérna á heimilinuDevil. Núna korter í jól þurftum við hjónin að taka flest út úr geymslunni, og ástæðan?? Jú, það hafði farið að lekaAngry frá heitavatnskrana, sennilega í nokkra daga, og við þurftum að henda svefnpokum, úlpu, tuskudýrum, baunapoka á haugana. Ekki gamanAngry.

Það hefur eitthvað þurft að gera síðustu 3-4 dagana fyrir jól á þessu heimili síðan við fluttum hingað suður. Tengja uppþvottavél á aðfangadag í fyrra, fannst enginn tími fyrr en þá.

Annars fórum við í Kringluna í gær, laugardag. Það var fullt af fólki en mér fannst að fólk væri ekki að versla mikið, aðallega að skoða í verslanir og hitta vini og kunningja. Skoða og spjalla. Sáum við ansi marga sem við þekktum, aðallega fólk af Snæfellsnesinu. Gamla nágranna og foreldra barna sem var með okkar börnum í bekkjum.

Núna bíð ég eftir að systir mín komi frá Hollandi en hún fór þangað með sambýlismanni sínum til að sjá hans skyldfólk. Það var búið að ráðleggja henni að þegja GetLost á almenningsstöðum svo það kæmi ekki í ljós aðhún væri frá ÍslandiFootinMouth. Og mikið langar mig til að vita hvort hún hafi getað það því enni fynnst svo skemmtilegt að tala, samkjaftar ekki stundum.LoL En kærastinn hennar vill bara vera á Íslandi um jólin þótt hann eigi börn úti í Hollandi, honum fynnst enginn jól nema á Íslandi. Þau koma heim á Þorláksmessu um 4, koma við hjá mér og taka nokkra pakka, fara í bæinn að hitta samlanda hans þar og bruna svo austur um kvöldið og verða svo hjá mömmu á aðfangadagskvöldið. EF þau komast til landsins, veðuspáin er ekkert sérstök. Krossa fingur!!


Ekki eftir viðvörunum

Það er rétt, fólk fer ekki alltaf eftir viðvörunum og svo er fólk sem fylgist alls ekkert með einu eða neinu, fer bara þangað sem það ætlar og ætlast til að allt sé greiðfært og VEL saltað. Og helst að það séu menn á moksturstækjum allan sólarhringinn. Ég sé EINN ljósan punkt í veðurspánni fyrir hátíðarnar, það eru 95% líkur á því að björgunarsveitamenn fá að vera heima hjá fjölskyldum sínum aðal dagana, þá á ég við menn sem búa í Hveragerði og nágrenni. Annars gleðilega hátíð og akið varlega, fylgist með veðrinu.


mbl.is Hellisheiði enn lokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

leti

Eftir síðustu helgi er letin búin að vera alsráðandi auk þess sem aumt bak bætir ekki úr skák. En það er búið að vera þannig að eftir að ég lenti í bílslysinu fyrir um 9 árum þá hefur það verið illmögulegt fyrir mig að skipta um rúm eða vera á hóteli eina nótt eins og um síðustu helgi. Bakið er bara búið. En með góðu baði og góðu hitateppi er deginum bjargað.

En um síðustu helgi skelltum við hjónin okkur á hótel Örk með samstarfsmönnum hans á jólahlaðborð og var þetta mikil tilbreyting þar sem við förum ekkert tvö saman. Maturinn var afskaplega góður og gott að skemmta sér í góðum hóp. Og alltaf gaman að kynnast nýju fólki. Á sunnudeginum þegar við fórum heim var ekta hundslappadrífa, stór snjókorn og logn, svona eins og maður vill helst hafa klukkan 6 á aðfangadagskvöld.


opnun

Fínt að þetta hringtorg er opnað en mitt mat er að Dofri, eigandi Suðurverks og Björn, yfirbrúarsmiður, hefðu átt að opna en ekki samgönguráðherra og vegamálastjóra, og afhenda þannig sitt verk en hinir að taka á móti með því að mæta og þakka fyrir þetta framtak.


mbl.is Gatnamót opnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilyrði

Það er sagt að eitt af skilyrðum sjóðsins hafi verið að það þyrfti að hækka stýrivexti og var það gert einn, tveir og þrír. Ég hefði haldið að það væri líka eitt af skilyrðunum að sitjandi stjórar færu og aðrir með rétta mentun væru ráðnir í staðinn. Að þeir sem sátu við stjórn þann tíma sem ALLT fór til andskotans tækju pokann sinn og kæmu ekki litla fingri nálægt þessu lánsfé. En sumir halda víst að það sé sama hvað gengur á, stóllinn er merktur honum.
mbl.is IMF byrjaður að lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefán Karl

Þessi maður á allt hrós skilið. Ég hef aldrei séð annað eins fjölbreytni hjá einum manni, bæði þá hvernig hann getur breytt sér útlitslega séð og í sambandi við tjáninguna á því sem hann er að gera í það og það skiptið. Ég óska honum velfarnaðar þarna úti og að hann fái sem flest að spreyta sig á.
mbl.is Stefán Karl vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

akstur á vinnusvæðum

Ég var að tala við bóndann en hann hefur verið að vinna við brúarsmíði í bænum rétt já Smáralindinni. Ég var að segja honum að þegar ég fór síðast í bæinn, síðastliðinn laugardag, þá hafði ég verið að keyra undir brúnna sem er verið að byggja hjá Garðabæ, hjá gamla berklaspítalanum, nafninu er alveg stolið úr mér. Hvað um það. Ég viðurkenni það að ég var komin niður í 60 þar sem hámarkshraði er 50 og var ég á hægri akrein. Það fór bíll framúr mér á þeirri vinstri og ég giska á að hann hafi verið á 90 km. Þá sagði bóndinn mér það að þeir í hans vinnuhóp höfðu fengið lögregluna með myndavélarbíl og á 2 KLST höfðu þeir tekið myndir af 400 bílum sem keyrðu of hratt. Það finnst mér of mikið.

Þjófnaður

Ég skrapp til Reykjavíkur til að versla t.d vinnuskó og að athuga með jólagjöf handa bóndanum. Fór fyrst í skeifuna en fann ekkert þar, fór í Föndra og verslaði smá þar og fór svo í Smáralindina. Rölti inn í Hagkaup þar og skoðaði en fann ekkert, fór svo að fá mér svissmokka, skyldudrykkur í Smáralindinni, tók upp peningaveskið mitt og tók pening upp og borgaði og setti svo veskið aftur í handtöskuna og renndi svo fyrir. Labbaði svo áfram og skoðaði í verslanir og fór svo út í bíl. Þessi rúntur tók mig um 30-45 mínútur. Þegar ég kom út í bíl sá ég að það var búið að renna frá á handtöskunni og peningaveskið var horfið!! Ég fann ekki fyrir neinu, enginn árekstur eða neitt. Svo að ég fór inn aftur og ætlaði að tilkynna þetta en sá þá í augnablikinu engan öryggisvörð. Labbaði fram já Karen Millen og brá þá ekki þetta litla líka því ein gínan hreyfði sig, þá var þetta ekki nein gína heldur stúlka sem var svona máluð eins og gína. Hún var svo væn að hringja í öryggisvörð fyrir mig en það eina sem hann gerði var að segja mér að ég ætti að tilkynna lögreglunni þetta en bauð mér enga aðstoð né sagði mér til hvert ég ætti að fara því ég rata ekki rassgat í Kópavogi. En ég fór bara til Keflavíkur og talaði við þá þar því ég er 95% viss um að ökuskírteinið mitt hafi verið í veskinu, en ég er það heppin í minni óheppni að stundum þegar ég er að flýta mér þá sting ég alltaf kortunum mínum í vasann í staðin fyrir veskið og hafði ég gert það í þetta skiptið þannig að þessir þjófar hafa ekki grætt mikið á mér í dag, hinir eru búnir að ræna mig flestu, bankar og ríkisstjórn.

ég minnist þín

Í dag eru 2 ár síðan pabbi dó úr krabbameini. Hann greindist 9 árum áður en vitað er að það kom miklu fyrr. Ég minnist allra ferðanna sem við fórum, hvort sem það var á bjöllunni, trabbanum eða siglandi. Hvað er hægt að koma mörgum krökkum auk 2 fullorðinna í eina bjöllu?? 8 eða 9, ég man ekki alveg hvað við vorum mörg en ég man hvar ég var!! Og ég var guðslifandi feginn að við mættum ekki Skebba löggu. En svona var gert einu sinni þegar það var vitlaust veður og við þurftum að komast í skólann, krakkarnir í hverfinu voru bara pikkaðir upp og í skólann komumst við.  Svo allar veiðiferðirnar upp í Ánavatn, þar var gaman. Og siglingarnar til Þýskalands og Englands þegar ég var 11, 17 og 20 ára. 

 Það er svo margt sem er að brjótast í kollinum á mér núna, minningar, minningar. Þegar við löbbuðum að Gljúfravatni, vatninu þínu, og settumst niður til að hvíla okkur. Þú, mamma og strákarnir fjær klettabrúninni en ég fremst til að kíkja niður þrátt fyrir lofthræðsluna og hvað skeður? Appelsínan mín sem ég ætlaði að fara að taka utanað rúllaði niður klettinn og niður að vatni, nokkuð margir metrar, og þú fórst niður og ætlaðir bara að leita að henni en fannst og komst með hana til mín og ég held að ég hafi aldrei fengið betri appelsínu.

En núna er að horfa fram á veginn og vera ánægð með að þínar þjáningar eru búnar. En ég veit að þú getur gengið núna, mig dreymdi það og er ég virkilega ánægð með það. Ég mun muna þig eins og þú varst upp á þitt besta en ekki eins þú varst þegar veikindin voru sem verst.


HITI

Það væri skrítið ef það væri EKKI hiti í mönnum, fólk getur ekki endalaust setið, haldið kjafti og verið strengjabrúður eins og HINIR ÆÐSTU vilja!!!  FÓLK HEFUR VILJA OG SKOÐANIR!!!
mbl.is Hiti í mönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband