Færsluflokkur: Bloggar

Fermingabarnamót

Það var hringt í mig í gærkvöldi, var það einn af mínum gömlu bekkjarfélögum frá Reyðarfirði. Hann tilkynnti mér að það ætti að vera mót núna um sjómannadagshelgina. Hafði mér verið sent bréf á heimilisfangið í Grundarfirði en það verið endursent til sendanda. Þar með var ég talin tínd og tröllum gefin. Whistling

Ég var búin að heyra af þessu móti, systir mín sem býr á Reyðarfirði, var búin að tala við Höskuld og frétt þetta hjá honum. Og var ég búin að bíða í um mánuð eftir samtali því ég hafði ekki hugmynd hverjir voru í mótsnefnd. Loksins hringdi Böggi og fékk ég svona beinagrind af því hvað á að gerast, hvar á að hittast og svoleiðis.

Ég er að bræða það með mér hvort ég á að fara, en það eru meiri líkur á því en ekki. Á bara eftir að finna gistingu og panta flug og sennilega bílaleigubíl. Kemur allt í ljós.

Eru virkilega komin 25 ár síðan við fermdumst??Halo Djö.... líður tíminn hratt. Mér finnst ég enn  vera 20!! En það verður líka gaman að hitta og SJÁ alla, suma ef ég ekki hitt í 20 ár.Wink


Umferðin

Þetta hefur verið vitað lengi, ekki ný frétt. Einkum með þessu viðhaldi sem er á þjóðveginum núna. Strandferðir í staðinn, ég veit ekki. Man þegar skipin voru að koma 2-4 í viku og undir restina var það 1 sinni í viku.  Þótti dýrt og seinlegt. Og ef það verður byrjað aftur að sigla þarf samt að nota bílana því skipin koma þá á nokkra staði, ekki í hverja höfn. Ísafjörð, Akureyri, Húsavík (ef álverið kemur), Eskifjörð svo nokkrir staðir séu nefndir.

Svo væri líka hægt að fljúga með varninginn, þar væri kannski álíka dýrt að byggja upp flugvellina og að niðurgreiða siglingarnar. Flugvellirnir yrðu þá kannski notaðir meira. Til þess að fara með t.d.ferðamenn á nýjar slóðir eða burt flutta til að skoða heimaslóðir.

 


mbl.is Flutningabíll slítur vegum á við 9 þúsund fólksbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Læknaheimsókn

Loksins! Eftir um mánaðarbið eftir að komast að hjá mínum sjálfskipaða heimilislækni, komst ég að hjá henni í morgun. Komst þá að tvennu. Að ég þarf að koma aftur í blóðtöku og línurit næsta miðvikudag, og að annaðhvort að finna annan lækni eða verða ekkert lasin næsta árið því hún á víst von á sér núna í júní!Wink

Ég er víst askoti sérvitur, ég fer ekki til hvers sem er. Fyrsta skiptið sem ég fór til hennar leist mér á vinnubrögðin hjá henni, hún skoðaði soninn og var búin að fá útskurð um hvað væri að en hringdi samt til sérfræðings til að fullvissa sig. Svona eiga heimilislæknar að vera.Smile

 


FLOTTUR!!!!!

þessi bíll er meiriháttar! Flottur að utan og dýrðlegur að innan.Heart
mbl.is Fyrsti forsetabíllinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

laugardagur

Ætlaði mér að sofa út í morgun, eiginmaðurinn farinn í vinnuna og bara aða hafa það næs. Mundi þá eftir loforði sem gefið var syninum . Upp úr rúmminu og kannað hvort hann væri vaknaður, ég er búin að finna það út að hann er öfugsnúinn unglingur. Hann er vaknaður upp úr 6 alla morgna allveg eins og þegar hann var lítill.Cool

Brunað í bæinn eftir brautinni, og í fyrstu búðina, Tölvulistann í Nóatúni. Drengurinn sem afgreiddi okkur sagði að 4 síðustu leikirnir höfðu selst í gær. Takk fyrir. Næasta búð.Angry

ELKO og BT í Skeifunni,ekki til. BT og Hagkaup Smáralind, ekki til. MAX, ekki til.Sideways Næst þá hringi ég áður en ég legg af stað, treysti ekki á heimasíður fyrirtækjanna.Woundering

Eins og það er gaman að vera á beinskiftum bíl í Reykjavík. Hægt, hratt, "það á að nota stefnuljósin, ég les ekki hugsanir", horfa á bíl lengst til vinstri svína á umferðina því hann ætlar upp næstu frárein hægra meginnAngry. Skrítið að það skuli ekki verða fleiri árekstrar.


Vorhreingerning

Þegar sólin fer að skína meira á vorin, kemur skíturinn og rykið betur í ljós. Þá byrjar fjörið. Upp með tuskur og klúta og af stað. Eitt herbergi á dag helst er fyrirætlunin. En hvað kemur í ljós? Það sem byrjaði með offorsi dregst fram á sumarið því það kemur í ljós að eitthvað þarfara þarf að gerast t.d. vinna, verslunarleiðangur, svo kemur rigningadagur sem endist í nokkra daga, og það herbergi sem kláraðist er orðið skítugt aftur. Þá er sest niður og sagt, ég klára þetta bara fyrir jólin en verð duglegri næsta vor.


Rafstuðbyssur

Ja kur and...... Á að lofa þeim að fá þessar byssur? Þá fyrst lofa ég eiginmanninum að leita að vinnu erlendis. Sama hvað börnin segja. Því það eru sko  menn í lögreglunni sem VALDA EKKI svona vinnutækjum, nota þau sem leikföng eða stuða næsta mann og annan til að sína VALD sitt.
mbl.is Allir lögreglumenn fái rafstuðbyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1. maí.

Var að koma heim úr vinnu. Maður finnur þegar norðanáttin ríkir, það er skítkalt í húsinu.Woundering Þannig að maður hefur víst misst af öllu sem skeð hefur í dag, ræðum og kaffi.

Var að láta vita að ég tek 12 tíma vaktir í sumar, mér hlakkar ekkert til en þarf að vinna. Ef ég ætla að bjóða bóndanum eitthvert á næsta ári í tilefni af ÖLLUM afmælunumWizard en samtals eigum við 115 ára afmæli, hans afmæli, mitt, brúðkaups og síðan við hittumst fyrst.Wink 

Magga mín var að koma frá Afríku, velkomin heim dúllaKissing

 


Reykingar

Sonur minn skrapp út áðan, kom einn vinur hans með honum heim. Ég var að hengja út þvottinn en sá útundan mér að þeir voru eitthvað að vandræðast og þegar ég spurði hvort eitthvað væri að þá kom svar frá syninum "ekki hjá mér". Var smá rekistefna hjá þeim en niðurstaðan var að vinurinn kom inn en það var samt eitthvað að angrast. Eftir smá stund þá kviknaði smá ljóstýra hjá mér, fór inn til drengjanna og spurði "XXXXX, reykirðu?"   Hann varð klumsa við og neitaði fyrst. Sagði ég við hann að ef hann reykti ætti hann að reykja úti, ég vildi ekki reykingar inni. Eftir smá stund kom hann til mín og spurði hvort ég ætti eld.

Ég er ekki sátt við að unglingar byrji að reykja en hvað get ég gert?  Það er reykt á heimili þessa drengs en samt felur hann þetta fyrir foreldrum sínum. En eftir að ég komst að þessu þá var eins og öll spenna færi úr drengnum og það kjaftaði af honum hver tuskan.   Sagði hann mér að hann hafi byrjað af áeggjan og þrýstingi frá eldri bróður.

Það eru komin um 19 ár síðan ég hætti að reykja en ég byrjaði vegna þrýstings frá jafnöldrum og til að sýnast kúl. Ég hætti þegar ég var komin tæpa 8 mánuði á leið en ég HÆTTI. Og hef ekki byrjað aftur. Prufaði einu sinni en fannst ekki gott að reykja. Krakkarnir fussa og sveia þegar við heimsækjum ömmu þeirra en hún reykir. Og er ég ánægð með viðbrögð þeirra, er á meðan er.


Blessuð sé minning hennar

Blessuð sé minnig þessarar öldruðu konu og votta ég fjölskyldu hennar samúð mína.
mbl.is Lést af völdum brunasára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband