Færsluflokkur: Bloggar

Sonurinn

Sonurinn kom inn til mömmu sinnar í morgun og sagði við hana það sem hún hefur ekki heyrt lengi. " mamma, ég elska þig, sama hvað gengur á." tók svo utan um hana og fór síðan í skólann.

Mamman er ekki hrifin af lyfjum en ef útkoman er svona hjá þunglindum syninum þá eru þau að virka. Mamman vildi prufa allt annað en sonurinn var það langt niðri að vissan um að annað hafi virkað er ekki fyrir hendi. Það versta sem pabbinn lenti í var þegar sonurinn var rétt ógreindur. Hringt var úr skólanum og látið vita að sonurinn hefði bara labbað sig úr tíma og bara farið. Fóru foreldrar að leita og fundu soninn á göngu í fjörunni. Vildi hann ekki koma með foreldrum akandi heim heldur labba. Mamman var lengi í bílnum að hugsa sinn gang og þegar hún kom inn, var  þá pabbinn í símanum að tala við BUGL. Hafði þá sonurinn komið beint inn í eldhús, takið upp stórann hníf og beint honum að hjartastað og ætlaði að stinga og það fyrir framan föður sinn. Aldrei komst sonurinn að hjá BUGL sennilega vegna langra biðlista en einn góður læknir sem vinnur hjá BUGL tók hann að sér á einkastofu. Miklar breytingar hafa orðið á syninum en enn er langt í land.


vorboðinn

Þegar heyrist af sinubrunum og slökkvilið þá veit maður að vorið er komið. Jafn árvist og koma lóunnar en mikklu hvímleiðari.
mbl.is Annríki slökkviliðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Golf

Já, ég ætla að skrifa um GOLF. Eina af fáum óþróttagreinum sem mér líkar því þar er þó einn maður á móti bolta/kúlu. Ég byrjaði að stunda þessa íþrótt því ég hugsaði með mér að eithvað yrðum við hjúin að hafa þegar ungarnir eru flognir úr hreyðrinu og ég vissi að bóndinn hefði engann áhuga á mínum áhugamálum sem er handavinna. Á eina góða mynd af honum við saumaskap og það vil ég ekki sjá aftur. En mín lenti undir hnífin og tapaðist þá gripið sem ég var búin að ná, en staðið hefur til í 2-3 ár að byrja aftur en ekkert orðið af. Kannski í vorUndecided

En annars þá skrifaði ég vegna þess að á sínu fyrsta móti þessa árs þá lenti bóndinn í 2. sætiW00t


350.000. KR.

Ég hafi mikinn hug á að fara á meiraprófsnámskeið og fór og kannaði málið á netinu. Fann aðila sem kenna en rak svo í rogastans þegar ég sá verðið 350.000. KR.  fyrir allt, eins og hafði áhuga á. Leigubílinn, rútuna, vörubílinn og treilerinn. Ég vissi að þetta væri dýrt en svona, nei, það datt mér ekki í hug. Og nú er að koma eða er komin reglugerð um að meiraprófsbílstjórar verða skyldaðir að fara á námskeið sem kostar um 70.000 til 80.000. krónur bara til að halda starfsleyfinu. Og það á nokkra ára fresti. Þannig að EF ég fer á námskeiðið, 350.000., námskeið eftir 5 ár, 70.000., vinnumissir í 35 stundir, 35 X  1100= 38.500. fyrir utan allt, þá gerir þetta 458.500.  En ég reikna með að launin verði hærri og námskeiðskostnaðurinn hærri. Þetta er bara hráreiknað hjá mér.

Og svo verða það reikningar sem koma og bensínkostnaður til að koma sér í bæinn því þessi námskeið verða sennilega ekki haldin úti á landi, uppihaldskostnaður, gisting á gistiheimili ef maður er ekki svo heppinn að eiga ættingja sem eiga heima á höfuðborgarsvæðinu. Þótt ótrúleg sé er ódýrara að fara á bíl í bæinn heldur en að fljúga, olíukostnaðurinn báðar leiðir dekkar flug aðra leiðina t.d. á Seyðisfjörð.

Þannig að kostnaðurinn verður kominn í ca 550.000. TIL 600.000. KRÓNUR. Ef ekki meiri.

Nú fer ég hugsa aftur.


Bíðum og sjáum.

Sjáum til eftir atburði dagsins hvort það séu fleiri lögreglumenn eða bílstjórar sem fara á sjúkrahús.
mbl.is Lögreglumaður á slysadeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

umferð

Var að lesa meira um aðgerðirnar hjá bílstjórunum og sá þá að Þeir eru og verða alltaf eins og Ragnar Reykás, fyrst með til þess að segja að þeir séu með og svo eftir nokkra daga þá er komið annað hljóð í strokkinn. Þeir segja að ALLIR bílstjórar séu dónar, eins og þeir þekki þá ALLA. Ég hef stutt og mun styðja bílstjórana áfram því ég hef fengið innsýn i þeirra líf. Hvernig margir almennir bílstjórar breytast bara við það að sjá stórann bíl, þeir hugsa að litlir bílar hafi ALLTAF forgang í umferðinni, þótt þeir komi af hliðargötu inn á aðalgötu og fluttningabílstjórinn þurfi að snarbremsa til að forða árekstri.

Einn skrifaði í gær að hann fari Hellisheiðina til vinnu í bænum og hafi gert það í 2 ár. Sagði hann að stóru bílarnir sýni enga tillitsemi á þeirri leið, en hvernig er tillitsemin hjá honum? Bílstjórarnir á stóru bílunum geta líka orðið langþreyttir á smábílunum sem keyra á annað hundraðið fram úr þeim í hvaða veðri sem er og hugsa lítið sem ekkert um umferðina sem kemur á móti.

Ég veit að það eru líka margir bílstjórar á stóru bílunum sem eiga ekki að vera með meirapróf, þeir valda því ekki. Þeir fá "mikilmennskubrjál". Því þetta eru vinnutæki en ekki stór leikföng. Og svo eru sumir sem eru fæddir í þetta hlutverk eins og sumir eru fæddir bændur eða læknar.

 


Nú er mér spurn.

Um leið og nýjabrumið er farið af mótmælunum er bakinu snúið að bílstjórnunum og þeir skammaðir og fordæmdir út í eitt. En vilduð þið t.d. fara á námskeið á 5 ára fresti til að halda ökuréttindunum, 35 tíma námskeið, missa vinnu í viku og borga auk þess allt úr eigin vasa? um ca 70.000. kr ?

Ekki myndi ég vilja það.


mbl.is Bílstjórar fóru með friði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband