Færsluflokkur: Bloggar

assa

Ég er búin að finna þrjár tengingar við heitið ASSA.

  1. Í fyrsta lagi er það lásaheiti, afskaplega vinsælt.
  2. Í öðru lagi er það kvenkyns örninn.
  3. Og í þriðja lagi er það stytting. Sko, A= Anna, mitt nafn, S=maki Stefán,S=faðir Stefán,A=móðir Agnes. Sem sagt ASSA.

Þess vegna nota ég þetta sem mitt bloggnafn. Whistling

Sonurinn var að koma heim úr skólaferðalaginu í gær, afar ánægður með ferðina. Fannst skemmtilegast að fara í paintboll en "skelfilegast" að klifra Drangey því hann er svo lofthræddur eins og mamma hans.Halo Eitthvað hlaut hann að fá frá mérBlush en það hefði mátt vera eitthvað annaðWinkó jú, hann hefur fengið annaðJoyful, þrjóskuna fyrst hann klifraði upp eynaW00t

Bóndinn fór að spila golf í morgun, eins og það er gaman í rigninguErrm, en þetta vill hann. Ég hita þá bara súpu handa honum þegar hann kemur heim og læt renna í bað.InLove Þetta er hans aðferð að slappa af eftir langa vinnuviku.

Svo er til svolítið sem heitir gestabók, mig langar að vita hverjir eru að skoða. Ég veit þó að það er enginn í fjölskyldunni enn, því það veit enginn af þessum skrifum mínum. En kemur bráðum að því að ég láti þau vitaCool

 

 


ósk

Ég óska þess svo sannarlega að framkvæmdir við Suðurlandsveg gangi betur fyrir sér en framkvæmdirnar við Reykjanesbraut. En hvenær á að fara í Suðurstrandaveg?
mbl.is Breikkun Suðurlandsvegar í umhverfismati
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrst starfsmenn....

....og svo "aumingja" peningafólkið , hvað verður það næst? Það hefði mátt vera öfug röð.
mbl.is Stórlaxar Glitnis hætta við laxveiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

nýjar reglur

Jæja, þá eru komnar nýjar reglur, en mun eitthvað breytast. En þessi tala 100.600. kr er bara hlægileg. Og ef þú fellur í einu fagi þá skerðist lánið. Eingin furða að fólk gefist upp. Veit um einn sem gerðist danskur ríkisborgari því hann gafst upp á t.d. LÍN og hann vildi halda áfram námi.
mbl.is Nýjar úthlutunarreglur LÍN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiði

Ætli maðurinn hafi verið að huga að veiðum og ekki tekið eftir flutningabílnumWhistling
mbl.is Ekið á flutningabíl á Biskupshálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

loforð

Það er eins gott að það var ekki flugstjórinn sem lofaði honum sætinu sínu!
mbl.is Á flugvélarklói í þrjá tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglustöðin...

...við Grænás, er tveggjahæða einingin ekki úr gámum??
mbl.is Vilja reisa íbúðablokk úr gámum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

UFF

Hvernig var þetta þegar við vorum ung? Fórum á útihátíð 15 ára án foreldra því foreldrar okkar treystu okkur. Að minnsta kostir mínir. En ég myndi ekki treysta minni dóttur núna því þjóðfélagið er allt öðruvísi núna, það sem var falið fyrir um 15-20 árum er vel sjáanlegt núna. Eiturlyf og vín. Og virðingaleysið fyrir eigum annarra hefur versnað.


mbl.is Fjöldaflutningar á ölvuðum unglingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slys

Á laugardagskvöldið fékk ég sms frá litlu systir og þar tilkynnti hún mér það að það væri allt í lagi með þau en súkkan væri ónýt eftir árekstur, að þessi drengstauli sem keyrði á þau hafi verið að sýna sig fyrir farþegum sínum og ekki takið eftir umferðinni í kringum sig og verið á meiri hraða en leyfilegt er í húsagötu. Hafði þeim brugðið hvað mest við þegar systir mín stökk út úr súkkuni farþegamegin, rifið upp hurðina að aftan og rifið 7 mánaða dóttur sína út úr bílnum.

Rifjaðist þá upp fyrir mér slysið sem ég og dóttir mín lentum í fyrir ca 8 árum. Vorum í bílaröð á Kjalarnesinu þegar dökkur bíll kemur af hliðarvegi og svínar í veg fyrir umferðina á þjóðvegi 1. Var ég númer 4 í rununni. Fyrstu 2 bílarnir gátu fyrir guðs mildi stoppað hlið við hlið (engin umferð á móti á því augnabliki), næsti bíll fyrir framan mig (hvítur/ljós grár) keyrði út fyrir veg og rétt fór fyrir ofan ræsið og lenti sem betur fer á hliðarveginum. En hún ég vildi ekki keyra á bílinn fyrir framan mig, keyrði út fyrir og ætlaði aftur upp á veg en sá ekki ræsið strax, ekki fyrr en við vorum að velta ofan í það. Guði sé lof fyrir að við vorum ekki á meiri hraða því þá værum við  ekki hér, ræsið var nefnilega steypt.

En sú manngæska og hlýa sem fólk sem kom á slysstað sýndi  hef ég sjaldan eða aldrei fundið fyrir. Man ég efir eldi manni, ég man ekki eftir andliti hans en ég man hvað hann var með hlýjar hendur- og konan sem talaði mest við mig, hvað hún var róleg.

En það er eitt sem ég hefði viljað sjá. Ég spurði um farangurinn og vörurnar sem voru í skottinu, hvort það væri allt í lagi. Konan leit upp og sagði: "Jaa, sheriosið og þvottaduftið er á leið niður lækinn" og þá langaði mig að rísa upp bara til að sjá þvottaduftið freyðandi niður allan lækinn. Djö... getur maður stundum verið vitlaus.

En við dóttla mín sluppum rosalega vel, engin brot né skurðir. lengsta sárið sem við fengum, var á hendinni á mér, 1cm langur. Smá tognun hrjáði okkur samt og var ég frá vinnu í 1 og hálfan mánuð. Við sluppum ljómandi vel og síðan hef ég aldrei þurft að segja börnunum að spenna beltin, þau gera það ósjálfrátt.

Sonurinn ætlaði þá með pabba sínum heim á flutningabílnum en þegar þeir fengu símtal um slysið þá fengu þeir lánaðan lítinn bíl til að komast á slysstaðinn, og einu áhyggjurnar hjá syninum var hvort skólataskan hans væri í lagi. Og þegar hún var fundin  og allt í lagi með hana spurði hann pabba sinn:" Pabbi en hvað með mömmu og systu??"

 


Fjórhjól/torfæruhjól

Sit hérna fyrir framan tölvuna mína, glugginn er opinn og ég heyri í þessu ##$#"%&/&/%$$$ fjórhjóli fyrir aftan hús. Var að kíkja, eins og mig grunaði, ökumaður HJÁLMLAUS. Og með farþega fyrir framan sig, yngra barn, líka hjálmlaust. Þá voru unglingarnir á torfæruhjólunum skárri, þau voru þó rétt klædd. En það sem mér líkar ekki er það að þau keyra á grasinu við hliðina á göngustígnum, það er víst mikið sport að stökkva á litlu hólunum. En það er ekki flott að sjá grasið eftir þau. Allt uppspólað.

En það er einmitt eitt sem vantar hérna og það er braut fyrir þessi hjól. Væri tilvalin við hliðina á fótboltavellinum. Þar væri hægt að gera þrautir og brautir sem væri hægt að breyta eftir þörfum. Annað eins er varið í vellina undir fótboltann og frjálsar íþróttir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband